Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 48
48 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
alltaf umdeild
Og enn tekst Björk að hneyksla.
Í vor bauð Nútímalistasafnið
í New York – MOMA – upp á
sýningu helgaða tónlist Bjarkar.
Sýningin var harðlega gagn rýnd,
ekki vegna Bjarkar, heldur vegna
þess að efnistök safnstjórans
þóttu ófrumleg og sýningin eins
og auglýsing fyrir Björk, listakonu
sem enga aug lýsingu þurfti. En
enn á ný var nafnið BJÖRK á síð
um blaða vestan hafs og austan.
Þessi frægð hefur leitt af sér
margar vangaveltur um af hverju
Björk nái svo til fólks og af hverju
frægð hennar haldist svo lengi.
Í grein í bandaríska tímaritinu
The New Yorker var niðurstaðan
nú í vor á þá leið að „enginn
listamaður á okkar tímum næði
að brúa svo vel bilið á milli
til raunamennsku í tónlist og vin
sælda poppstjörnunnar“.
barnastjarna –
uppreisnarunglingur
Á Íslandi varð Björk fyrst þekkt
tólf ára gömul með plötunni
Björk. Þar kom hún fram sem
barna stjarna með fallega söng
rödd. Platan seldist vel og Björk
keypti sér píanó fyrir peningana.
En hún neitaði að gera fleiri
plötur sem þessa og hefur upp
frá því farið sínar eigin leiðir.
Næst birtist hún almenningi
fimm árum síðar sem uppreisnar
unglingur í kvikmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Rokk í
Reykja vík. Síðan tóku við ýmsar
tilraunasveitir tengdar útgáfufyrir
tækinu Smekkleysu og úr varð
hljómsveitin Sykurmolarnir –
Sugarcubes – árið 1986.
Sveitin sú náði heimsfrægð og
lagið Birthday varð fyrsta al þjóð
lega topplagið sem Björk söng.
Það var kjörið lag ársins í Bret
landi 1986. Sykurmolarnir störfuðu
til ársins 1992 og gáfu úr þrjár
plötur. Tvær þeirra kom ust í efsta
sæti vinsældalista í Bretlandi.
Eftir slit Sykurmolanna hófst
sólóferill Bjarkar með plötunni
Debut árið 1993. Einnig þessi
plata náði toppsætum og þótti
frumleg. Eftir þetta hefur Björk
sent frá sér nýja plötu með um
þriggja ára millibili og alltaf vakið
athygli; þótt sýna frumlega hugs
un og miklar tónlistargáfur.
„Björk hefur alltaf verið
hún sjálf og alltaf haft
hugrekki til að fylgja eigin
hugboði.“ Tímaritið Time
Debut-umslagið er nú á sýn-
ingu í Lundúnum með eftir-
minnilegustu plötuumslög um
síðari tíma.
Útgefnar plötur bjarKar:
Debut (1993) Post (1995) Homogenic (1997) Vespertine (2001)
Medulla (2004) Volta (2007) Biophilia (2011) Vulnicura (2015)
Björk við afhendingu Óskars-
verðlaunanna. Svanskjóllinn stal
senunni í Hollywood.
ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
RÚM
Svíf þú inn í svefninn
...í rúmi frá okkur!
Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum
og gerðum, allt eftir þínum óskum.
Mismunandi lengd, breidd og hæð á rúmunum eykur þægindin.
Hægt er að velja mismunandi stíeika, allt eftir þyngd þeirra sem á
dýnunum hvíla.
Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.
Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara!
...við erum með þetta allt og meira til!
Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is
Time valdi Björk nýlega á lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana í heiminum.