Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 71
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 71
É g man vel eftir kosn ingu frú Vigdísar Finn bogadóttur til forseta og þótt ég hafi sjálf ekki verið þátttakandi í um ræðunni að neinu
marki á þeim tíma man ég eftir hversu
umdeilt það var að einhleyp kona og hvað
þá einstæð móðir byði sig fram til þessa
embættis. Ég man líka eftir stoltinu sem
fylgdi því að við Íslendingar ættum fyrsta
lýðræðis lega kjörna kvenforsetann og
í gegn um tíðina hefur maður verið upp
með sér af hversu framarlega við höfum
staðið í jafnréttismálum samanborið við
aðrar þjóðir. Þakklæti til þeirra sem ruddu
braut ina fyrir okkur hin er mér sífellt ofar í
huga. Það er hins vegar heilmikil vinna eftir
og markmiðið um jafnrétti kynj anna næst
aldrei nema með frekari hugar fars breyt ingu
og samstilltu átaki bæði kvenna og karla.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Marels á undanförnum árum?
„Það er mjög ánægjulegt að sjá árangurinn
af umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum
sem Marel réðst í á síðasta ári og standa
út þetta ár en þær skila sér nú í bættum
rekstri. Á sama tíma hafa viðskiptavinirnir
verið í fyrirrúmi og ekki verið slegið af í
nýsköpun sem er ein af meginstoðunum í
stefnu félagsins.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Þau eru mörg og mismunandi en allir eiga
það þó sameiginlegt að þurfa stöðugt að
hlúa að mannauðnum til að tryggja að hægt
sé að auka nýsköpun og framleiðni og þar
með samkeppnishæfni.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Skýr sýn, hugrekki til að fylgja eigin sann
færingu, virðing fyrir samstarfs mönn um og
mátuleg hógværð.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Það er vissulega stórkostlegt ef svo fer
sem horfir með afléttingu fjármagnshafta.
Það ásamt nýafstöðnum kjarasamningum
ætti að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegan
stöðugleika ef vel er haldið á spöðunum
og það tekst að leysa þær deilur sem
enn eru í hnút. Ég er sannfærð um að
vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs og lykil
inn að aukinni hagsæld hér á landi sé að
finna í alþjóðageiranum þar sem þekking
og hugvit eru megingrundvöllur verð
mæta sköpunar. Atvinnulífið og stjórnvöld
þurfa að leggjast á eitt til að hlúa að
vexti og framgangi þessa geira, skapa
rekstrar skilyrði hér á landi sem standast
alþjóðlegan samanburð, m.a. með því
að tryggja stöðugleika, aðgengi að hæfu
starfs fólki, hvata og hagfelld skilyrði til
nýsköp unar og aðgengi að fjármagni, bæði
innlendu og erlendu.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Það eru fjöldamargar konur sem hafa
verið fyrirmyndir á einn eða annan hátt.
Eftirtektarverðastar eru þær sem hafa hug
rekki til að fylgja eigin sannfæringu, nýta
styrkleika sína og reyna ekki að vera eitt
hvað annað en þær eru.“
sjálfum sér samkvæmir
Nýsköpun
er meginstoðinÁsthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels og i Icelandair Group.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
stjórnarformaður Marels og frumtaks 2
og situr í stjórnum icelandair group og
Marorku.
ásthildur margrét1
Ásthildur Margrét Otharsdóttir. „Skýr sýn, hugrekki til að fylgja eigin sann færingu, virðing fyrir samstarfs mönn um og mátuleg hógværð.“