Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 74
74 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
K osningarétturinn var auðvitað mikilvægasta og stærsta skrefið í kvennabaráttunni og grunnurinn að því sem á eftir kom.
Nokkrir kvenskörungar standa upp úr sem
höfðu mikil áhrif. Það skiptir máli hvað við
gerum og að við getum haft áhrif hver og
ein. Ég held að við séum að njóta baráttu
þessara framsýnu kvenna og getum seint
fullþakkað þeim. Auðvitað eigum við
nokkuð í land, s.s. launamisrétti sem ætti
auðvitað ekki að fyrirfinnast enn. Þegar
við horfum til þróunar síðustu ára, m.a.
hvernig kynjaskipting er í háskólum, lítum
til aukinnar þátttöku karla í barnauppeldi
svo ég tali nú ekki um ástandið víða
erl end is, þá getum við horft nokkuð
vongóðar fram á veginn.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Íslenskir stjórnendur hafa frá hruni eðli
lega horft mjög á hagræðingu og stöð ug
leika. Það er mikilvægt að halda því áfram
en þó er komið tækifæri til að koma sér
upp úr hjólförunum og horfa lengra fram
á veginn. Núna þegar við horfum loksins
til þess að höftin víki ættu að skapast
mun fleiri og betri tækifæri en áður. Sam
hliða því komi meiri jákvæðni og þor í
stjórnendur og sannarlega getum við byggt
á reynslu síðustu ára og farið fram með
meiri hófsemd og skynsemi en fyrir hrun.
Einnig skiptir sköpum að ná fram meiri
almennri sátt í samfélaginu og þá ekki síst í
atvinnulífinu.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki, hreinskiptni og hugrekki til
ákvarðana. Miklu máli að aðilar séu sjálf
ir sér samkvæmir, horfi til jafnræðis við
ákvarðanatöku og hafi næmi á umhverfið.
Þá skiptir máli að hafa meðalhóf að leiðar
ljósi, við ákvarðanir verði ekki gengið
lengra en nauðsynlegt er. Einnig skiptir
sköp um að höggva á hnúta eins fljótt og
auðið er og klára málin í þokkalegri sátt.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Í almennri umræðu gleymist oft hversu
mikl um árangri við höfum þó náð frá hruni.
Margt í umhverfinu er enn viðkvæmt og
skiptir miklu máli að byggja upp enn sterk
ari og heilsteyptara atvinnulíf og treysta
innviði. Nú þegar við loksins sjáum fram
á afléttingu hafta ættu ný og skemmti leg
tæki færi að opnast og þá skiptir sköpum að
vinna vel og skynsamlega úr þeim. Mikilvægt
er að jafna stöðu á almenna og opinbera
vinnumarkaðnum, þ.m.t. laun og lífeyrismál.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Ég reyni að tileinka mér ýmsa eiginleika
góðra stjórnenda, kvenna sem karla. Það
sem þarf í sumum tilvikum dugar alls ekki í
öðrum. Þá þarf næmi á allt umhverfið til að
greina þar á milli. Kannski aðeins eins og
við barnauppeldi; það sem þarf á eitt barn
gerir bara illt verra við það næsta.“
Kosningarétturinn
mikilvægastur
í kvennabaráttunni
Heiðrún Jónsdóttir hdl., stjórnarformaður
Norðlenska og Íslenskra verðbréfa
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
stjórnarformaður norðlenska og íslenskra
verðbréfa. Hún er í stjórn símans,
reiknistofu bankanna, Olís, ístaks og
landssamtaka lífeyrissjóða og hún er
varamaður í stjórn lögmannafélags íslands.
heiðrún
Heiðrún Jónsdóttir hdl. „Ég reyni að tileinka mér ýmsa eiginleika góðra stjórnenda, kvenna
sem karla. Það sem þarf í sumum tilvikum dugar alls ekki í öðrum.“
Við gerum
viðburðaríkara
Practical og Congress Reykjavík hafa
nú sameinað krafta sína undir merkjum
CP Reykjavík. Við erum frísklegt og
skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu-
leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur
fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini.
RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR www.cpreykjavik.is