Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 76
76 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
K jör Vigdísar Finn boga dóttur í embætti forseta Íslands voru sterk skilaboð um að konur ættu er indi í æðstu stöður sam
félagsins sem þær hafa auðvitað alltaf átt,“
segir Herdís Dröfn Fjeldsted þegar hún
er spurð hvað henni finnist hafa staðið
upp úr í kvennabaráttunni síðustu áratugi.
„Hún varð mikilvæg fyrirmynd kvenna
með glæsilegri framgöngu og óumdeildur
þjóðarleiðtogi. Tilkoma Kvennalistans
og kvenna framboða setti jafnréttismál
á dagskrá annarra stjórnmálahreyfinga.
Margt af því sem við teljum sjálfsagt í jafn
réttis umræðu dagsins í dag væri það ekki ef
þessar hreyfingar hefðu ekki komið fram.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri fyrirtækis þíns á undanförnum
árum?
„Hjá Framtakssjóðnum hefur starfað öflu g
ur og samstilltur hópur fólks með metnað
til árangurs. Ég er mjög stolt og ánægð
með þann árangur sem Framtakssjóðurinn
hefur náð frá upphafi. Markmið sjóðsins
er að endurskipuleggja fyrirtæki og selja
þau síðan og ná með því góðri ávöxtun. Af
níu fyrirtækjum sem fjárfest hefur verið
í er búið að selja sjö með góðri arðsemi
fjárfestinganna.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Það fer að sjálfsögðu eftir því í hvers
konar grein eða rekstri viðkomandi stjórn
andi starfar. Eftir hrunið hafa íslenskir
stjórnendur þurft að búa við gjald eyrishöft
sem er hamlandi þáttur og hefur áhrif á
samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
Má hér m.a. nefna að erfiðara er fyrir
fyrir tækin að vaxa erlendis og sækja sér
fjár magn. Stjórnendur í nágrannalöndum
okkar búa ekki við þessa sömu óvissuþætti.
Því ber nú að fagna að ríkisstjórnin
virðist vera með áætlun um stórt skref í
átt að losun gjaldeyrishafta þótt mörgum
spurningum sé enn ósvarað m.a. um stöð
ugleikaskilyrðin. Við fyrstu sýn virðist
þetta hafa verið mjög vel undirbúið og
faglega unnið. Síðan má nefna annan
óvissuþátt sem eru kjarasamningarnir
sem geta haft gífurleg áhrif á vaxtastig
kom andi missera og eru enn að stórum
hluta í hnút. Því miður virðist vera minnk
andi skilningur á mikilvægi þess að verja
kaupmátt og langtímahagsæld við lausn
deilna á vinnumarkaði. Ofangreindir
óvissu þættir hafa áhrif og valda því að
íslenskir stjórnendur fá ekki jafnmikinn
tíma til að einbeita sér að uppbyggilegri
þátt um í starfsemi fyrirtækjanna sem er
afar brýnt ef standast á samkeppni við
erl end samkeppnisfyrirtæki.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Að þeir séu skýrir, heiðarlegir og opnir í
samskiptum, hvetjandi og skapi andrúms
loft þar sem ríkir bæði metnaður og gleði.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Við þurfum á því að halda að ná stöðug
leika og sátt í samfélaginu til þess að
for sendur verði fyrir langtímasýn og upp
byggingu. Það er eina leiðin til að halda
lífskjörum góðum til lengri tíma og tryggja
að ungt hæfileikafólk vilji búa og starfa á
landinu.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Góðar fyrirmyndir í stjórnun eru mikil
vægar, sérstaklega til að ungar, hæfi leika
ríkar konur sjái að það er ekkert leið toga
hlutverk í samfélaginu sem konur eiga ekki
erindi í. Sjálf hef ég ekki eina fyrirmynd í
stjórnun en hef verið svo lán söm að vinna
með fjölda fólks sem ég hef getað lært af og
tekið mér til fyrir myndar.“
Forsetakjör
Vigdísar sterk skilaboð
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri
Framtakssjóðs Íslands
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
stjórnarformaður icelandic group.
herdís
Herdís Dröfn Fjeldsted. „Góðar fyrirmyndir í stjórnun eru mikil vægar, sérstaklega til að
ungar, hæfi leika ríkar konur sjái að það er ekkert leið toga hlutverk í samfélaginu sem konur
eiga ekki erindi í.“
Leggðu rækt
við þig
og lifðu góðu lífi!
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isVelkomin í okkar hóp!
Staðurinn - Ræktin
Við höfum um áraraðir boðið konum á öllum aldri
fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt og leggjum metnað
í að veita vandaða og örugga þjálfun sem byggir
upp og viðheldur líkamshreysti.
Æfingakerfi okkar miðast við að skapa vellíðan
og leggja þannig grunn að auknum lífsgæðum.
Finndu þinn tíma:
OPNIR TÍMAR:
Mikið úrval af opnum tímum frá morgni til kvölds.
Blönduð æfingatækni þar sem rík áhersla er lögð á rétta
líkamsbeitingu. Bjóðum sérsniðin kort fyrir þínar þarfir.
Hvað má bjóða þér marga mánuði? Staðgreiðslu eða áskrift?
Kynntu þér málið.
Kíktu á Betri kjör í ræktina á jsb.is.
LOKAÐIR TÍMAR:
Námskeið. Einstaklingsmiðaðri tímar og meira aðhald.
Frjáls mæting í opna tíma og tækjasal.
Eftirtalin 8-16 vikna námskeið í boði:
TT • TT3 (16-25) • Fit-Form • Mótun • Fit Pilates • Yoga
Einkaþjálfun • Fjölþjálfun • Stutt og Strangt.
Sumartafla tók gildi 14. júni
Sjá nánar á JSB.is