Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 78
78 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Þ að eru nokkur atriði sem standa upp úr í kvenna baráttunni síðustu áratugi. Í fyrsta lagi kynja kvótinn í stjórnum fyrirtækja sem bæði tekur
á mikil vægu sviði jafnréttisbaráttunnar en
lagði líka línurnar fyrir viðmið og umræðu
í þjóð félaginu. Í öðru lagi að við höfum séð
aukna þátttöku kvenna í hefðbundnum
karlavígjum, s.s. hjá forsætisráðuneytinu
og lögreglustjóraembættinu. Síðast en
ekki síst finnst mér breyting hafa orðið hjá
yngstu konunum, sem eru orðnar nokkuð
aggressívar og mjög hugmyndaríkar í sinni
nálgun, sem mér finnst afar gaman að
fylgjast með. Mín kynslóð var miklu meira
til baka á sama aldri og lét blekkjast af því
að „þetta væri allt að breytast, það tæki
bara tíma“. Það var ekki fyrr en maður
varð eldri og reyndari að maður áttaði sig
á því sama og unga kynslóðin er núna með
á hreinu – það breytist ekkert nema maður
geri það sjálfur.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Veritas Capital á undanförnum
árum?
„Við lukum við umfangsmikla stefnumótun
síðasta haust sem nú er verið að hrinda
í framkvæmd. Mikil orka og nýsköpun
sprettur upp úr þeirri vinnu sem er okkur
mjög nauðsynleg, starfandi á stöðnuðum
markaði.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Kjaramálin og úrvinnsla úr þeirri niður
stöðu sem fæst þar er ofarlega á baugi.
Mér sýnist á öllu að farsæl niður staða sé
að nást, allavega miðað við þann hnút
sem deilurnar voru komnar í. Hins vegar
er ljóst að um töluverðar launahækkanir
er að ræða, sem getur orðið mörgum
erfitt að kljúfa, og þar eru verðhækkanir
augljósasta leiðin. Ég vona hins vegar að
menn fari frekar í það að auka aðhald og
hagræðingu.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Það er margt sem prýðir góða leiðtoga
en ég held að heiðarleiki og það að vera
samkvæmur sjálfum sér í sínum grunn
gildum, sama hvað dynur á, sé það sem
hrífur mest en er líka að mínu mati grund
vallaratriði þess að einhver geti kallast
leiðtogi.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Kjaramálin og afnám gjaldeyrishafta. Ef
þessi tvö mál ná að leysast á vormánuðum,
eða allavega komast í betra horf, held ég
að við horfum fram á mjög góðan vetur.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Fjölmargar konur, bæði úr atvinnulífinu
og líka þær sem ég hef verið svo lánsöm að
mega verða samferða í lífinu persónulega.“
Mikil orka og
nýsköpun tengd nýrri
stefnumótunHrund Rudolfsdóttir,
forstjóri Veritas Capital
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
stjórnarmaður í eimskip og stjórnar-
formaður stefnis.
hrund
Hrund Rudolfsdóttir. „Við lukum við umfangsmikla stefnumótun síðasta haust sem nú er
verið að hrinda í framkvæmd. Mikil orka og nýsköpun sprettur upp úr þeirri vinnu sem er
okk ur mjög nauðsynleg, starfandi á stöðnuðum markaði.“