Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 79
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 79
M ér finnst kvenna frídagurinn í októ ber 1975 standa upp úr hvað kvenna baráttuna varðar;
hann markaði tímamót og hafði víðtæk
áhrif til framtíðar. Að mínu mati varð hann
t.d. til þess að við kusum Vigdísi Finn boga
dóttur sem forseta árið 1980 og Kvenna list
inn varð einnig til sem stór áhrifa valdur í
kvenna baráttunni síðusta áratugina.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Já á undanförnum árum?
„Það er hversu vel okkur hefur tekist að
færa hefðbundna þjónustu Já, s.s. svörun
í 1818, yfir í vel hannaðar tæknilausnir
sem notendur Já hafa tekið opnum örm
um. Þannig bjóðum við viðskiptavinum
okkar upp á fjölbreytileika við val á þjón
ustu, hvort sem t.d. er hringt í 1818, flett
í símaskránni, farið á Já.is, appið okkar
notað eða að við gefum viðskipta vinum
okkar stjörnur. Hvað það nýjasta varðar
þá er ég afar stolt af kaupunum á Gallup
á Íslandi. Með þeim kaupum erum við að
styrkja fram tíðarsýn okkar en við viljum
að Já sé það fyrirtæki á Íslandi sem er hvað
fremst í því að vinna með upplýsingar þar
sem við auð veldum viðskipti og samskipti.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Það er að þeir efli fyrirtæki sín til fram
tíðar. Við erum að koma úr öldu dal og
núna þurfum við fjárfesta til fram tíðar. Því
finnst mér brýnt verkefni að fara yfir allt
regluverk sem snýr að fyrirtækjarekstri
og þá sérstaklega það sem snýr að
eftirlitsstofnunum. Þær mega ekki vera
hamlandi til vaxtar og verða einnig að
aðlaga sig að breyttu lands lagi í íslensku
atvinnulífi þar sem heimur inn er sífellt að
minnka. Íslensk fyrirtæki keppa í ríkari
mæli við erlend stórfyrirtæki þar sem
netið og snjalltæki auðvelda aðkomu að
mörk uðum. Við getum t.d. spurt okkur
hvort fyrirtæki eins og t.d. Marel og Pro
mens hefðu orðið til ef nú ver andi sam
keppnisumhverfi væri við lýði. Svarið er
að svo væri líklega ekki þar sem þau hefðu
ekki fengið samþykki sam keppnisyfirvalda
til vaxtar.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki, hreinskilni og eldmóður og
að láta verkin tala.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Flest af því sem kemur fram í svari mínu
við spurningunni um brýnustu verkefni
íslenskra stjórnenda á hér einnig við en
mér finnst líka skipta máli að atvinnulífið
sé í fararbroddi við kerfisbreytingar er lúta
að hinum ýmsu þáttum. Fram undan er
t.d. stórt verkefni sem felst í því að breyta
fyrirkomulagi kjarasamninga þannig að við
föllum ekki í pytt víxlverkana og verðbólgu
– þar á atvinnulífið að axla ábyrgð og líta á
að verið sé að fjárfesta til framtíðar. Einnig
á atvinnulífið að koma að kerfisbreytingu
innan heilbrigðiskerfisins þannig að einka
rekstur eflist og svo mætti lengi telja.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Því miður störfuðu fáar konur við stjórn
un þegar ég hóf að starfa sem stjórn andi.
Vigdís Finnbogadóttir hafði auðvitað mikil
áhrif og var góð fyrirmynd. Þá vil ég einnig
nefna Rannveigu Rist. Það sem mér finnst
vera áhyggjuefni í dag er hvað fáar konur
eru ennþá í forsvari fyrirtækja. Þessu þarf
að breyta.“
Eftirlitsstofnanir
mega ekki vera hamlandi
til vaxtarKatrín Olga Jóhannesdóttir,
stjórnarformaður Já
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
í stjórn icelandair group og ölgerðarinnar
og hún situr í fjárfestingaráði Akurs og
Viðskiptaráðs.
katrín olga
Katrín Olga Jóhannesdóttir. „Heiðarleiki, hreinskilni og eldmóður og að láta verkin tala.“