Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 80
80 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
K vennabaráttan hef ur komið mörgu góðu til leiðar fyrir sam félag okkar. For ystukonurnar sem ruddu brautina voru
sannkallaðar hetjur. Áhersla á aukna
menntun kvenna, jafnræði á heimilum og
umræða um jöfn tækifæri kynjanna hefur
styrkt stöðu kvenna í samfélaginu öllu,
ekki síst á vinnumarkaðnum. Aukin þátt
taka kvenna í pólitísku starfi hefur einnig
haft sitt að segja þar sem raddir kvenna
breyttu umræðunni talsvert. Í mínu um
hverfi sl. 30 ár hafa orðið gríðarlegar breyt
ingar til batnaðar og nú skipa konur æðstu
störf á mörgum sviðum. Það skortir því
ekki lengur fyrirmyndir fyrir ungar konur
til að halda sókninni áfram.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Hagvangs á undanförnum árum?
„Þjónustuframboð er sífellt að aukast til
hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Það
fáum við endurgoldið í krefjandi verk
efnum, hvort sem er á sviði ráðninga eða
ráðgjafar. Hjá Hagvangi starfar metn aðar
fullt og vel menntað starfsfólk og hefur
margt af því áralanga reynslu og þekkingu
að baki. Þetta hefur hjálpað fyrirtækinu að
vaxa og dafna. Við opnuðum nýlega útibú
í Borgarnesi og réðum til okkar Geirlaugu
Jóhannsdóttur sem mun stýra því.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Að sýna áfram aðhald í rekstri en um leið
hafa dug og þor til að hugsa stórt. Það þarf
að hlúa vel að mannauðnum því margir eru
orðnir langþreyttir og tilbúnir að breyta
um starfsvettvang eftir mikla varnarbaráttu
undanfarinna ára.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Skemmtilegast er að vinna með fólki sem
hefur skýra sýn, metnað, bjartsýni og kraft
til að hrífa fólk með sér. Gott skipulag,
samskiptafærni og áhugi fyrir mönnum og
málefnum er líka mikilvægt. Og síðast en
ekki síst að vera sýnilegur og taka sjálfan
sig ekki of hátíðlega.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Nú skiptir máli að framkvæma, halda
áfram að byggja upp sterk og öflug fyrir
tæki, losa um höft og fá regluverkið til að
vinna með en ekki á móti svo hægt sé að
byggja upp hagsæld fyrir alla. Þannig eykst
jöfnuður af sjálfu sér. Það þarf líka að fá
ungt og vel menntað fólk til að fá aftur
áhuga og trú á Íslandi. Það þarf að leggja
áherslu á að öflugt atvinnulíf er undirstaða
betra mannlífs fyrir alla.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Mér verður oft hugsað til kennara míns í
grunnskóla, Áslaugar heitinnar Frið riks
dóttur, sem mér fannst stjórna af festu en
af mikilli gleði og virðingu fyrir öllum. Þá
held ég að mannkostir frú Vigdísar Finn
bogadóttur, fyrrverandi forseta, komi
alltaf upp í hugann þegar ég hugsa um
fyrirmynd.“
Vera sýnilegur og taka
sjálfan sig ekki of hátíðlega
Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri Hagvangs
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
Hagvangs.
katrín situr í stjórn
Katrín S. Óladóttir. „Nú skiptir máli að framkvæma, halda áfram að byggja upp sterk og
öflug fyrir tæki, losa um höft og fá regluverkið til að vinna með en ekki á móti svo hægt sé að
byggja upp hagsæld fyrir alla.“
Nú er góður tími til
fasteigNaviðskipta
Kaup á húsnæði er ein stærsta ákvörðun hvers einstaklings, það getur
verið flókið að finna rétta eign og festa sér hana. Með góðri aðstoð
fagmanna á Borg fasteignasölu er ferlið auðvelt og öruggt.
Traustur hópur reynslumikilla fasteignasala, sölumanna og sérfræðinga
í skjalagerð leiðir viðskiptavini í gegnum allt ferli viðskiptanna. Hvernig
eign sem þú leitar eftir eða vilt selja, þá er ferlið auðvelt og öruggt hjá
Borg Fasteignasölu – við vinnum með þér að bestu lausninni.
BOrg fasteigNasala - lÁttu eiNs Og Heima HJÁ ÞÉr
Síðumúli 23 - 108 Reykjavík
www.fastborg.is
519 5500