Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 87
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 87
M ér finnst hafa orðið framfarir síðustu áratugi og vonandi heldur svo áfram og það er virkilega
gaman að vera að halda upp á 100 ára
kosningarafmæli kvenna nú í ár og ég óska
konum og körlum til hamingju með það.
Það sem mér finnst hafa staðið upp úr
varðandi kvennabaráttuna síðustu áratugi
er stóraukin menntun og einnig aukin
þátttaka kvenna á vinnumarkaði.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með
í rekstri Rio Tinto Alcan á Íslandi á
undanförnum árum?
„Hvað aukin menntun hefur skilað okkur
betri og fjölbreyttari vinnustað, sem kemur
fram í almennri starfsánægju starfsmanna.
Það ásamt stórri fjárfestingu, rúmlega
60 milljarðar, hefur gert okkur kleift að
framleiða flóknari og verðmætari vörur
en áður, sem rennir styrkari stoðum undir
rekstur fyrirtækisins.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Efla fólki bjartsýni og trú á Íslandi og
vinna að því að renna sterkari stoðum
undir fyrirtækjareksturinn með jafnari hlut
kvenna. Við hérna í Straumsvík höfum
stefnt að aukinni þátttöku kvenna og í
framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefur
okkur tekist að hafa jafnt hlutfall kvenna
og karla.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Skýr stefna, jákvæðni og lausnamiðuð
hugsun.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Það er að efla fólki bjartsýni og auka tiltrú
þess á að vinna í fyrirtækjum hér á landi,
en ekki setjast að í útlöndum.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Það kemur strax upp í hugann bók sem ég
las nýlega eftir Sheryl Sandberg, forstjóra
Facebook, en mér fannst mjög margt gott
og til fyrirmyndar þar.“
Rannveig Rist, forstjóri Rio
Tinto Alcan á Íslandi
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
í stjórn Hb granda hf.
rannveig
Rannveig Rist. „Það er að efla fólki bjartsýni og auka tiltrú þess á að vinna í fyrirtækjum hér á
landi, en ekki setjast að í útlöndum.“
Húmor
í kjölfar 60 milljarða fjárfestingar
Efla bjartsýni