Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 92

Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 92
92 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 kynslóð var á sama tíma. Staðalímyndirnar um konur breytast þó seint, því miður,“ segir Salvör og bætir við: „Sá árangur sem við sjáum hefur ekki komið baráttulaust og því miður hefur á mörgum sviðum orðið að gera sérstakt átak og setja lög. Skýrt dæmi um þetta er átak til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Auðvitað hefði verið best ef ekki hefði þurft að grípa til lagasetningar en nú sjáum við árangurinn og gjörbreytta stöðu frá því sem var fyrir hrun þótt enn séu of fáar konur í stöðu stjórnenda stærstu fyrirtækjanna. Á mörgum öðrum sviðum hallar ennþá á konur, til að mynda meðal stjórnenda fjölmiðla. Það er líka áhyggjuefni hve margar konur staldra stutt við í stjórnmálum. Það er full ástæða til að ræða hvers vegna svo er. Ég held að við þurfum sífellt að halda vöku okkar í jafnréttismálum. Eftir að formlegu jafnrétti hefur verið náð hafa sjónir manna beinst meira að óbeinum atriðum, svo sem eins og afstöðu til kvenna eða strúktúr í fyrirtækjum eða samfélögum. Þessa þætti er erfiðara að greina eða koma í orð. Þá er mikilvægt að sjá þessa sterku hreyfingu ungra kvenna gegn ofbeldi sem er svo gríðarlegt vandamál um allan heim.“ mörg vandasöm Álitaefni Hefur þú skoðun á því hvernig siðferði hefur þróast undanfarin 100 ár? „Það er ómögulegt að meta þróun siðferðis á 100 árum. Sjálfsagt fer okkur á sumum sviðum fram en á öðrum aftur. Innan siðfræðinnar sem fæst við tilteknar sið ­ ferðilegar spurningar er verið að fást við mörg vandasöm álitaefni, ekki síst sem spretta upp vegna tækniframfara. Í starfi mínu hjá Siðfræðistofnun á síðustu árum hef ég fengist mikið við spurningar á sviði heilbrigðis­ og lífsiðfræði, spurningar um staðgöngumæðrun, lífslokameðferðir og rannsóknir á sviði erfðafræði. Einnig er mikil umræða í siðfræðinni um afstöðu okkar gagnvart dýrum og náttúru, spurningar í viðskiptasiðfræði og loks lýðræði og sam ­ félag. Það vantar ekki spenn andi verkefni sem endurspegla oft stórfelld vandamál sem við sem manneskj ur stöndum frammi fyrir á hverjum degi,“ útskýrir Salvör. sKortur Á mÁlefnalegri umræðu Reglulega ber umræðuhefðina á Alþingi á góma og þannig komst í hámæli þegar yngsti þingmaður landsins, Jóhanna María Sigmundsdóttir, lét þingheim heyra það og krafðist þess að nýtt háttalag yrði tekið upp á sínum vinnustað, bæði í ræðu og riti. „Ég held að flestir telji að bæta megi verulega þjóðfélagsumræðuna hér á landi, en það virðist vera mjög erfitt að breyta henni. Okkur skortir mikið það sem ég hef kallað greinandi orðræðu, þ.e. að vandamálin séu greind á þann veg að hægt sé að gera sér grein fyrir um hvað er deilt, en slíkt er forsenda þess að hægt sé að eiga málefnalega umræðu sem byggist á skynsamlegum rökum. Þess í stað er oftar en ekki tekist á með útúrsnúningum, en slík orðræða skilar nákvæmlega engu. Þrátt fyrir margra mánaða deilur, jafnvel áralangar, erum við oft engu nær um vandamálið sem um er rætt og hvað þá að hægt sé að nálgast einhverja niðurstöðu eða samkomulag um hvernig eigi að leysa þau. Þvert á móti virðist slík orðræða til þess fallin að auka á ágreininginn eða viðhalda rifrildinu.“ Þurfum að snÚa böKum saman Það er ekki eingöngu umræðuhefðin á Alþingi sem er vandamál í íslensku þjóð ­ félagi núna heldur einnig það að við þurf­ um að vinna sameiginlega að fram tíðar sýn að mati Salvarar. „Íslenskt samfélag er lítið og viðkvæmt og við þurfum að hlúa að því ef það á að dafna. Á síðustu misserum hafa verið djúpstæðar deilur um mörg grundvallarmál og lítil lausn í sjónmáli. Eina leiðin til að ná að komast úr þeim vanda sem við erum í er að snúa bökum saman. En til þess þurfum við að hafa kjark til að ræða af alvöru um okkar framtíðarsýn. Þetta snýst um að virkja raunverulegt vald til þess að breyta og koma góðum hlutum áfram. Í staðinn finnst mér við láta reka á reiðanum og vitum ekki hvert við stefnum og allt of mikil orka fer í umræðu sem litlu sem engu skilar. Því miður virðist mér þetta hafa leitt til aukins áhugaleysis á okkar sameiginlegu málum og þar með veikara samfélags,“ segir Salvör. Í stað málefnalegrar umræðu er oftar en ekki tekist á með útúrsnúningum, en slík orðræða skilar nákvæmlega engu. Þrátt fyrir margra mánaða deilur, jafnvel áralangar, erum við oft engu nær um vandamálið sem um er rætt. „Ég held að flestir telji að bæta megi verulega þjóðfélagsumræðuna hér á landi, en það virðist vera mjög erfitt að breyta henni. Í starfi mínu hjá Siðfræðistofnun á síðustu árum hef ég fengist mikið við spurningar á sviði heilbrigðis­ og lífsiðfræði, spurningar um staðgöngumæðrun, lífslokameðferðir og rannsóknir á sviði erfðafræði. „Ég held að flestir telji að bæta megi verulega þjóðfélagsumræðuna hér á landi, en það virðist vera mjög erfitt að breyta henni.“ í stjórn Haga. salvör
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.