Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 101
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 101
V ið teljum í dag að kosningaréttur og menntun kvenna sé sjálfsagður hlutur. Hið sama má segja um þátttöku kvenna í
stjórn málum, launað fæðingarorlof beggja
kynja, leikskólavist barna, þátttöku kvenna
á atvinnumarkaði og þá ekki síst að konur
eru í vaxandi mæli í stjórnendastöðum. Ég
er mjög meðvituð um að þessi sjálfsögðu
réttindi féllu ekki af himnum ofan heldur
eru þau afrakstur þrotlausrar baráttu
þeirra sem á undan mér komu. Réttindin
sem formæður mínar og feður tryggðu
minni kynslóð er ómögulegt að meta að
fullu en þau skipta sköpum í mínu lífi.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með
í rekstri Samtaka atvinnulífsins á
undanförnum árum?
„Ég hef borið ábyrgð á að byggja upp nýtt
efnahagssvið innan samtakanna og fengið
mikið frelsi til þess. Tíminn hefur verið
mjög gefandi og lærdómsríkur.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Nýgerðir kjarasamningar á almennum
vinnumarkaði fela í sér talsverðar launa
hækkanir sem munu reyna á mörg fyrirtæki
á komandi árum. Stjórnendur þurfa að
finna leiðir til að hagræða í rekstri, að
öðrum kosti munu slíkar launahækkanir
skila sér í hækkun verðlags og vaxtastigs
í landinu. Ábyrgð stjórnvalda er einnig
mikil. Skapa þarf eðlilega og sanngjarna
umgjörð um íslenskt atvinnulíf og þar með
talið að losa það úr viðjum núverandi hafta.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Leiðtogi sem hefur gott skipulag, góða
yfirsýn, er úrræðagóður og lausnamiðaður.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Megináskorun íslensks atvinnulífs er
að vera reiðubúið til að takast á við opið
hagkerfi á nýjan leik. Afar brýnt er að
umbætur á vinnumarkaði hefjist sem
fyrst. Eftir þær hræringar sem orðið hafa á
vinnu markaði er ljóst að núgildandi módel
er úrelt og skaðlegt hagsmunum bæði
launþega og fyrirtækja.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, tók við starfinu við erfiðar
aðstæður og í flóknu umhverfi. Hún hefur
staðið sig mjög vel og kann að velja rétta
fólkið í kringum sig. Jafnframt vil ég nefna
Vigdísi Finnabogadóttur sem er réttsýn,
yfirveguð og kemur alltaf vel fyrir. Ekki
má heldur gleyma því að hún var ein af
þeim sem brutu ísinn og hefur verið mikil
hvatning fyrir konur.“
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður
efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
samtök á vInnumarkaðI
stjórnvalda er mikil
Ábyrgð
Ásdís Kristjánsdóttir. „Leiðtogi sem hefur gott skipulag, góða yfirsýn, er úrræðagóður og
lausnamiðaður.“