Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 108
108 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Það sem mér finnst standa upp úr varðandi kvenna baráttuna síðustu áratugi er fæðingar or lofið á Íslandi og þá líka réttindi feðra til
að fara í fæðingarorlof. Þótt það megi
lengja fæðingarorlofið er ég sátt við fyrir
komulagið fyrir utan að greiðslurnar í dag
eru allt of lágar og gera það að verkum að
um ákveðna mismunun er að ræða.
Mér finnst líka standa upp úr að það skuli
ekki vera komin jöfn laun; mér finnst það
í rauninni algjörlega galið að einhverjum
detti það í hug að karlmenn eigi að fá hærri
laun en konur fyrir sömu vinnu þannig að
ég geri miklar kröfur á okkur öll um að
við breytum því á næstu árum og finnum
einhverjar nýjar leiðir. Lög um jöfn laun
fyrir sömu vinnu voru sett árið 1992 þannig
að þetta er orðinn langur tími.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust
með í rekstri íslenskra fyrirtækja á
undanförnum árum?
„Ég er ánægð að sjá hvað það er mikil
gróska í frumkvöðla og nýsköpunar geir
anum á Íslandi og hvað fólk er tilbúið til
verka, hugmyndaríkt og frjótt. Mér finnst
það skemmtilegt því það eru allir búnir
að vera að snúa öllu við, gera við og bæta,
hafa þurft að sameina og mögulega minnka
við sig þannig að það skiptir máli að það sé
nýsköpun í gangi, frjó hugsun og gleði.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefnin á
borðum íslenskra stjórnvalda um þessar
mundir?
„Ég tel þau felast í að ná jafnvægi. Við
erum inni í miðjum kjaradeilum og mikilli
ólgu á vinnumarkaði og það verða verkefni
næstu mánaða að ná jafnvægi í því. Við
eigum eftir að þurfa að passa verulega vel
upp á rekstur; við getum ekkert farið fram
úr okkur. Þegar launahækkanir eru komnar
inn þarf að fara í innviðina til að passa upp
á að þetta fari ekki út í verðið og það getur
verið vandasamt.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnanda og leiðtoga?
„Flestir stjórnendur eru starfi sínu vaxnir
þegar kemur að menntun og reynslu
þannig að mér finnst það vera gefin breyta.
Mér finnst flottustu stjórnendurnir hins
vegar vera þeir sem eru með skýra sýn,
hafa félagslega hæfni til þess að umgangast
samstarfsfólk sitt og viðskiptavini, vita
hvert þeir stefna, leiða hópinn og fá alla í
lið með sér.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefnin
innan atvinnulífsins um þessar mundir?
„Það er að atvinnulífið nái jafnvægi og
herji á stjórnvöld að tryggja að við siglum
út úr gjaldeyrishöftunum. Svo finnst mér
mikilvægt að atvinnulífið þrýsti á um að
stjórnvöld finni gjaldmiðil sem virkar
þannig að við getum komið á stöðugleika í
hagkerfinu til langs tíma.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmyndir í
stjórnun?
„Þær eru margar. Á alþjóðavísu hef ég
mikið horft til Sheryl Köru Sandberg,
aðstoðarforstjóra Facebook, og annarra
kvenna sem hafa leitt þessi stóru fyrirtæki
úti í heimi. Ég á mér margar íslenskar
konur sem fyrirmyndir en ég hugsa að þær
fari hjá sér ef ég fer að telja þær upp.“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir
og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu
samtök á vInnumarkaðI
stjórnarformaður fKA, hún situr í stjórn
Confrmed news ehf. (spyr.is) og í stjórn
Aladdin invest, hún er stjórnarformaður
finice (finnsk-íslenska viðskiptaráðsins) og
stjórnarformaður naskar investments og
naskur ehf.
þórdís lóa
og nýsköpunargeiranum
ánægjuleg
Gróska í frumkvöð la-
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Mér
finnst flottustu stjórnendurnir
hins vegar vera þeir sem eru
með skýra sýn, hafa félagslega
hæfni til þess að umgangast
samstarfsfólk sitt og viðskipta
vini, vita hvert þeir stefna, leiða
hópinn og fá alla í lið með sér.“