Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 109
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 109
Það er auðvitað margt sem stendur upp úr og ótrú legir sigrar hafa unnist í kvennabaráttu síðustu áratuga. Þá liggur beinast við að nefna rétt kvenna
til fóstureyðinga. Í framhaldi af þeim
yfirráðum hafa konur í auknum mæli getað
stjórnað lífi sínu og fleiri fengið tækifæri
til að ganga menntaveginn. Þannig hafa
þær átt meiri möguleika á að sækjast eftir
stjórnunarstöðum og ganga þann veg sem
karlar hafa haft meiri aðgang að í krafti
menntunar sinnar og frelsis.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri 365 á undanförnum árum?
„Við fórum í mikla hagræðingu hjá 365 á
síðastliðnu ári og bættum við þjónustu
og vöruframboð fyrirtækisins um leið.
Ég er einstaklega ánægð með hvernig
hefur tekist til. Fyrirtækið hefur tekið
miklum breytingum og ég er sérstaklega
ánægð með að konur hafa bæst í hóp
yfirstjórnenda hjá 365 eins og ég boðaði
hinn 19. júni 2014. Í fyrsta skipti er kona
útgefandi á stóru miðlunum á Íslandi og
rekur fréttastofuna með miklum sóma.
Eins er ég afar stolt af áhöfninni á 101
Hotel en þar er valin kona í hverju rúmi ef
svo má segja.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Ég tel stærsta verkefnið um þessar mund
ir felast í að ná árangri í hagræðingar
aðgerðum vegna nýrra kjarasamninga og
að það þurfi ekki að hækka verð á vörum.
Atvinnulífið þarf að veita stjórnvöldum
meira aðhald í þessu samhengi og láta
heyra í sér. Góð leið til þess að koma til
móts við lágtekjufólk væri að lækka skatta
á vörum á borð við barnaföt, mat og aðrar
neysluvörur. Það myndi vera mikil bót fyrir
allt samfélagið að einfalda skattkerfið, það
myndi hámarka innheimtu ríkisins og orka
hvetjandi fyrir launafók og fyrirtæki. Það er
mikilvægt að atvinnulífið hafi sterkari rödd
í þessum málum.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Að þeir séu skýrir í afstöðu sinni, skap
andi og heiðarlegir.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Að setja hærri verðmiða á vinnuframlag
kvenna. Það gætum við auðveldlega hér í
þessu fámenna landi ef samstaða næðist um
það á vinnumarkaði.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Ég get ekki sagt að ég sæki mér meiri
fyrirmynd í konur en karla. Ég hef átt
sterkar formæður, móður, ömmur og
framtakssamar konur á uppvaxtarárum.
Sterkur faðir og svo vinir, börn og systkini
sem hafa góða kosti og eiginleika sem ég
tileinka mér eftir atvikum. Eins er sterkur
samferðamaður sem þorir að vera jafningi
mikilvægur jafnrétti. Þar er ég vel sett.“
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir,
aðaleigandi 365
FjölmIðlar
stjórnarformaður 365 miðla.
ingibjörg
og nýsköpunargeiranum
ánægjuleg
hafa unnist í kvennabaráttunni
Gróska í frumkvöð la-
Ingibjörg Pálmadóttir. „Ég get ekki sagt að ég
sæki mér meiri fyrirmynd í konur en karla.“
Kristín ÞOrsteinsdóttir
ÚTGeFAnDi 365
kristín fékkst lengi við fréttamennsku en
hvarf úr stéttinni um tíma. Hún er útgef-
andi 365 og heldur þar með utan um stöð
2, Fréttablaðið og aðra miðla samsteyp-
unnar.
FjölmIðlar
rAKel ÞOrbergsdóttir
FRÉTTASTJÓRi RÚV
Áhrif rakelar sem fréttastjóra ríkis-
miðilsins eru mikil. Aukin gagnrýni hefur
verið á efnisval og efnistök frétta rÚv og
því mætt nokkuð á rakel í starfi.
FjölmIðlar
ingibjörg PálMAdóttir
AÐALeiGAnDi 365
sem aðaleigandi að þessum risa á
fjölmiðlamarkaði eru áhrif Ingibjargar
Pálma dóttur mikil. ekki aðeins í fjölmiðlum
heldur einnig á símamarkaði eftir að
fyrirtækið var sameinað tali.
FjölmIðlar
(Stafrófsröð) ÁHRIFAMESTU Fjölmiðlar
Ótrúlegir sigrar