Frjáls verslun - 01.05.2015, Síða 110
110 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Það stendur margt upp úr í kvennabaráttunni síðustu áratugi og kemur fyrst upp í hugann réttur til fóstureyðinga og að réttur konunnar í því
samhengi hafi verið viðurkenndur árið
1973 – að konan hafi ákvörðunarvald
yfir eigin líkama. Það sem ég man þó
best eftir úr kvennabaráttunni eru mót
mæli Rauðsokkuhreyfingarinnar þegar
Rauðsokkur mættu með belju til feg urðar
samkeppni á Akranesi. Ef ég man rétt
lögðust fegurðarsamkeppnir af í fram
haldinu, ekki síst fyrir tilstilli mót mælanna
– þær hafa svo verið endurvaktar síðar.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri 365 á undanförnum árum?
„365 er lifandi fyrirtæki þar sem gaman er
að vinna. Ég er gríðarlega ánægð með þau
áform fyrirtækisins sem nú hafa gengið
eftir að auka hlut kvenna í stjórn unar
stöðum. Annars er ég alltaf ánægðust
með starfsfólkið mitt sem leggur sig fram
á hverjum einasta degi til að búa til góða
fréttamiðla, á Bylgjunni, á Vísi, Stöð 2 og á
Fréttablaðinu.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Þau eru auðvitað mörg. Það er mikilvægt
að ná sátt um kjaramál á vinnumarkaði.
Annars held ég að mikilvægast sé fyrir alla
stjórnendur að öðlast traust og virðingu
starfsfólksins, þar gerast galdrarnir.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki, metnaður, yfirvegun, sam
viskusemi, hugmyndaauðgi og sköpunar
kraftur. Svo er vert að nefna að konur gefa
körlum ekkert eftir í þessu samhengi.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefnin
innan atvinnulífsins um þessar mundir?
„Að vinnuframlag karla og kvenna verði
jafngilt.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi
fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún var
farsæll stjórnandi. Hún gat verið hörð
ef henni mislíkaði eitthvað og taldi að
fólk væri ekki að leggja sig fram. En hún
kunni líka að hrósa fólki fyrir það sem vel
var gert. Svo hef ég alltaf verið hrifin af
Katharine Graham sem var útgefandi hjá
Washington Post. Ævisaga hennar lýsir
ótrúlega sterkri konu.“
Kristín Þorsteinsdóttir,
útgefandi og aðalritstjóri 365
FjölmIðlar
körlum ekkert eftir
Konur gefa
Kristín Þorsteinsdóttir. „Heiðarleiki, metnaður, yfirvegun, sam viskusemi, hugmyndaauðgi og
sköpunar kraftur. Svo er vert að nefna að konur gefa körlum ekkert eftir í þessu samhengi.“