Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 115
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 115
Þ að er af mörgu að taka varðandi það hvað mér finnst hafa staðið upp úr í kvennabaráttunni síðustu áratugi. Án þess að nefna einhvern einn sérstakan
viðburð tel ég mikilvæga þá þróun sem
átt hefur sér stað undanfarna áratugi og
felst í því að konur gegni í auknum mæli
áhrifastöðum hvort heldur er innan fyrir
tækja, stofnana eða stjórnmála. Þannig
skynji ungt fólk, bæði stelpur og strákar, að
eðli legt sé að konur til jafns við karla gegni
slíkum störfum. Sé horft til allra síðustu
ára tel ég mikilsvert skref af sama meiði að
konur í ábyrgðarstöðum, þ.á m. ráðherrar,
hafa í auknum mæli tekið fæðingarorlof
á sama tíma og þær hafa gegnt slíkum
störfum. Þá nefni ég kynjakvótann í stjórnir
fyrirtækja sem ég tel vera gott skref og hef
skipt um skoðun varðandi slíkar íhlutanir á
síðari árum. Þótt varlega þurfi að fara í slíkt
inngrip tel ég að það geti verið til þess fallið
að hraða nauðsynlegri þróun í jafnréttisátt.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri skattrannsóknarstjóra ríkisins á
undanförnum árum?
„Ég er ánægð með að embættinu hefur
á undanförnum árum tekist að vinna úr
verkefnum sem oft og tíðum hafa verið
flókin og umfangsmikil. Þá er ég ánægð
með að nokkuð vel hefur tekist til við að
halda í hæft starfsfólk, sem skiptir verulegu
máli í verkefnum eins og þeim sem
embættið sinnir.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á borð
um íslenskra stjórnenda um þessar mundir?
„Sem stjórnandi opinberrar stofnunar tel
ég brýnt að tekin verði skref í þá átt að
stofnanir séu betur samkeppnishæfar við
almenna markaðinn um hæft starfsfólk. Til
að svo geti orðið þurfa helst hvort tveggja
fjárheimildir til stofnana og lagaumgjörðin
um starfsmannamál að taka breytingum.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki og samviskusemi. Þá eru góðir
kostir að þekkja sínar eigin takmarkanir og
vera opin fyrir hugmyndum annarra.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Að vel takist til um framkvæmd
haftalosana þannig að það stuðli að
efnahagslegum stöðugleika til framtíðar
fyrir fyrirtæki, heimili og þjóðarbúið allt.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd í þeim
efnum. Ætli ég reyni ekki að tileinka mér
góðar hugmyndir og framkvæmd sem á vegi
mínum verða bæði frá konum og körlum.“
Bryndís Kristjánsdóttir,
skattrannsóknarstjóri ríkisins
EmbættIsmEnn
starfsumhverfi er lykilatriði
Samkeppnishæft
Bryndís Kristjánsdóttir. „Ég er ánægð með að embættinu hef ur á undanförnum árum tekist að
vinna úr verkefnum sem oft og tíðum hafa verið flókin og umfangsmikil. Þá er ég ánægð með
að nokkuð vel hefur tekist til við að halda í hæft starfsfólk, sem skiptir verulegu máli í verkefnum
eins og þeim sem embættið sinnir.“