Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 131
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 131
greiningu á innviðum og samfélagsþáttum
hvers lands, ólíkt öðrum alþjóðlegum hag
rænum mælikvörðum sem notaðir hafa
verið hingað til.
„Innviðir Íslands eru sterkir; við erum
ekki einungis rík af auðlindum heldur er
samfélagið öflugt í heild sinni enda erum
við í 4. sæti af 133 löndum. SPI segir til
um hvernig ríki á list anum koma til með
að standa sig. Það er ekki nóg að hag
fræðilegar stærðir séu góðar heldur þarf
líka að vera gott að búa í löndunum. Við
á Íslandi erum í fyrsta sæti hvað varðar
ýmsa þætti, svo sem aðgang að orku,
öryggi einstaklinga vegna lágrar glæpa
tíðni og umferðarslys eru fátíð. Við erum
einnig fremst í flokki varðandi aðgang að
upp lýsingum, eins og net aðgang, sem er
ómetanlegt í lýðræðisríki. Íslendingar eru
umburðarlyndir gagnvart minni hlutahópum
og mjög víðsýn þjóð samkvæmt þessum
mæl ingum,“ segir Margrét.
Erum frábær en þurfum að gera
betur á nokkrum sviðum
„Þrátt fyrir að Ísland sé í fremstu röð
í fyrrgreindum mælingum eru nokkur
atriði þar sem við fáum rauða spjald ið.
Má þar nefna skort á mögu leikum á hús
næði á við ráðanlegu verði. Þetta er s.s.
ekki bara einhver tilfinning sem fólk hefur,
þetta er stað reynd. Heilsufarslega séð er
offita alvarlegt vandamál hér á landi – en
þar erum við einnig með rautt. Alltof há
sjálfsmorðstíðni er á Íslandi, við fáum
fall einkunn þar. Brottfall úr framhalds
skólum á Íslandi er of mikið þannig að
þátttaka í framhaldsskólum er minni en í
samanburðarlöndunum.
Við erum stolt af því að vera í 4. sæti
og því ber að fagna, en við verðum að
gera betur á framangreindum mikilvægum
sviðum. Þegar horft er til hvar kynslóðir
framtíðarinnar vilja búa og erlendar fjár
festingar verða, þá skipta innviðirnir miklu
máli, sambland af hag rænum stærðum og
sam félags legum innviðum. Við þurf um að
hlúa vel að því sem við ger um vel og bæta
það sem við getum gert betur. Með því móti
skörum við fram úr á öll um sviðum,“ segir
Margrét að lokum.
„Þrátt fyrir að Ísland sé í fremstu röð
í fyrrgreindum mælingum eru nokkur
atriði þar sem við fáum rauða spjald
ið. Má þar nefna skort á mögu leikum
á húsnæði á við ráðanlegu verði.“