Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 136
136 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Birna Ragnarsdóttir. „Starfsemi fyrirtækisins í dag snýst mikið um framleiðslu á
rúmum fyrir hótel og gistiheimili.“
Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
Framleiða verðlaunaspringdýnur
RB rúm
Framleidd hafa verið rúm hjá RB rúmum í rúm 70
ár eftir óskum hvers viðskiptavinar. Sífellt er meira
um framleiðslu á rúmum fyrir hótel og gististaði og
má geta þess að fyrirtækið fékk fyrir nokkrum árum
alþjóðleg verðlaun fyrir springdýnurnar sem það
framleiðir. Viðskiptavinir geta komið með gamlar
dýnur frá fyrirtækinu til að láta gera við þær. Fyrir
utan rúm, rúmgafla og springdýnur fást ýmsir
fylgihlutir í svefnherbergið og á baðherbergið í
verslun fyrirtækisins.
S
tarfsemi fyrirtækisins
í dag snýst mikið um
fram leiðslu á rúm um
fyrir hótel og gisti
heimi li,“ segir Birna Ragnars
dóttir, framkvæmda stjóri
fyrir tækisins. Rúmin eru með
springdýnum og tvöföldu fjaðra
kerfi og er hægt að fá klæðn
ingu á rúmbotnana eftir eigin
vali. Þá eru framleidd hjá fyrir
tækinu rúm sem fer lítið fyrir,
svokölluð hótelgestarúm, sem
eru á járngrind og með hjól um
þannig að auðvelt er að færa
þau á milli staða.
Hægt er að velja fjórar teg
undir af springdýnum; RB
venjulegar, ulldeluxe, super
deluxe og granddeluxe. Fjórir
stífleikar eru í boði á allar
tegundirnar; mjúk, meðal
stíf, stíf og extrastíf. Starfs
menn fyrirtækisins geta breytt
stífleika springdýnanna. Við
skipta vinum er ráðlagt að
taka tvær dýnur ef tveir deila
rúmi en möguleiki er á að hafa
dýn urnar misstífar. Dýnurnar
eru síðan tengdar saman með
rennilásum.
gera við gamlar dýnur
Fólk getur komið með gamlar
dýnur frá fyrirtækinu og lát
ið gera við þær ef þörf er á.
„Dýnan er þá tekin inn að
morgni og fólk fær hana aftur
seinni partinn. Þetta hefur
aukist mikið undanfarin ár.
Það skiptir miklu máli að fólk
passi vel upp á bólstrunina og
áklæðið á dýnunni; ef það er
hreint og fínt þá margborgar
þetta sig fjárhagslega. Ef starfs
menn þurfa hins vegar að taka
áklæðið og bólstrunina og
endur nýja þá er spurning hvort
þetta borgi sig.“
RB rúm eru í heimssamtök
un um ISPA, sem eru gæða
samtök fyrirtækja sem sérhæfa
sig í framleiðslu og hönnun á
springdýnum.
Þess má geta að árið 2010
hlaut fyrirtækið alþjóðleg verð
laun á International Quality
Crown Awards fyrir vandaða
fram leiðslu og markaðs setn ingu.
úrval fylgihluta
Mikið úrval fylgihluta fæst í
versl uninni og má þar nefna
rúmgafla en ýmsir mögu leik ar
eru fyrir hendi við val á bólstr
uðum rúmgöflum. Við skipta
vinir geta valið hæð, lögun og
áklæði.
Hvað varðar tískuna segir
Birna að hún sé árstíðabundin
eins og svo margt annað. „Fólk
velur frekar bjartari liti á
sumrin en á veturna velur það
dekkri jarðliti. Ljósir, appel
sínugulir og fallega grænir litir
sem og fjólublátt og gyllt eru
litir sem hafa verið vinsælir
að undanförnu. Hvað efni á
rúmgaflana og rúmbotnana
varðar þá er slétt, glansandi
pluss vinsælt. Gallon er líka
vinsælt sem og ullaráklæði.“
Hvað aðra fylgihluti varðar
má nefna dýnuhlífar og lök
en hjá RB rúmum eru lök og
dýnuhlífar saumuð eftir óskum
hvers og eins. Lökin fást hvít
og dröppuð og eru þau úr
bómullarefni með satínáferð.
Einnig má nefna náttborð og
kistur sem hægt er að framleiða
eftir óskum hvers og eins, púða
og rúmteppi sem og ilmkerti
m.a. frá Yankee Candle auk
hand klæða frá Esprit Home.
Vörur frá íslenska fyrirtækinu
Scintilla hafa einnig vakið
athygli, s.s. sængurver, hand
klæði og ilmkerti.
„Fólk getur komið
með gamlar dýnur frá
fyrirtækinu og látið gera
við þær ef þörf er á því.“