Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 153
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 153
Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
Gjafavörur á verði fyrir alla
Tékk-Kristall
gjafavöruverslunin tékk-kristall hefur verið starfrækt í 45 ár og segir Erla Vilhjálmsdóttir, annar eigandi
verslunarinnar, að fastakúnnar séu margir. Matar- og kaffistell, glös, hnífapör, lampar og listaverk er á meðal
þess sem fæst í versluninni.
H
jónin Erla Vil
hjálms dóttir og
Skúli Jóhannesson
opnuðu verslunina
TékkKristal fyrir 45 árum og
í upphafi var lögð áhersla á
kristalvörur frá Tékkóslóvakíu.
Fjölbreytt úrval af gjafavöru
fæst í versluninni svo sem um
tuttugu tegundir af matar og
kaffistellum, um tuttugu teg und
ir af hnífapörum úr há gæða stáli
og fjöldinn allur af glasa línum.
Sum matar og kaffistellin, sem
eru úr vönduðu postulíni m.a.
frá Rosenthal og Fürstenberg,
hafa fengist í versluninni í
ára tugi og er ekkert lát á vin
sældum þeirra.
„Við erum með mikið úrval
af Iittalavörum sem eru mjög
vinsælar í dag enda falleg og
tímalaus hönnun,“ segir Erla.
„Við seljum Swarovskiskartgripi
en við höfum selt vörur frá því
fyrirtæki í rúm fjörutíu ár og er
um að ræða stærstu steina fram
leiðendur í heimi.“
Erla leggur áherslu á að í versl
uninni fást vörur á verði fyrir
alla. „Við getum selt vörurnar
á góðu verði þar sem við fáum
afslátt hjá framleiðendum vegna
góðra samninga. Verð á sum
um matar og kaffistellum og
glösum hefur ekki hækkað í
nokkur ár. Við erum með gott
verð og góða vöru.“
Tilvonandi brúðhjón hafa í
gegnum árin getað skráð sig á
brúðargjafalista enda úr nógu
að velja í versluninni.
mikið vöruúrval
Þegar Erla er spurð um stefnu
TékkKristals bendir hún á hið
mikla vöruúrval sem er á verði
fyrir alla.
„Ég held að verslanir sem
bjóða eingöngu upp á dýrar
vörur geti ekki staðið undir sér
lengi. Það segir sig bara sjálft;
það hafa margar helst úr lest
inni. Það þarf að vinna að öllu
því sem maður tekur að sér; mér
hefur aldrei leiðst að vinna og
við erum mjög samstiga í því
hjónin að styðja hvort annað.
Ég er kona sem er lítið fyrir að
gefast upp.“
Hvað með gildi TékkKristals?
„Svona fyrirtæki gengur ekki
nema hafa gott fólk og ég hef
alltaf verið með mjög góðar
kon ur í vinnu. Ég er bara ein
af þeim og við reynum að vera
mjög samhentar við vinnuna.“
góð þjónusta
Erla byrjaði ung í versl unar
rekstri og segir hún að ekki
hafi þá margar konur stofnað
fyrirtæki. „Ég fékk stund um
athugasemdir svo sem hvort
ég væri að fara að vinna úti frá
börnunum. Ég hef alltaf litið
svo á að þegar maður er með
heimili þá eru það tveir sem
stofna til heimilisins og ég hef
oft sagt að það að reka fyrirtæki
sé eins og að reka heimili. Ég
hef alltaf verið jafn réttiskona –
mér finnst svo eðlilegt að konur
vinni úti. Ég átti fimm bræður
– var eina systirin – og það var
alltaf jafnrétti.“
Þriðja kynslóð viðskiptavina
verslar nú hjá TékkKristal og
oft koma ömmur og afar að
kaupa gjafir fyrir barnabörnin.
„Einu sinni kom fastakúnni,
kona á níræðisaldri, að kaupa
gjöf fyrir barnabarn sitt eftir að
verslunin var flutt í húsnæði við
Laugaveg 178. Ég spurði hvort
hún hefði látið keyra sig. „Nei,
ég tók bara strætó og er með
skiptimiða,“ sagði hún.
Erla segir að lögð sé áhersla
á góða þjónustu. „Maður er
til að þjóna, taka vel á móti
kúnn unum og ræða við þá um
daginn og veginn. Við reynum
að aðstoða fólk eftir bestu getu
og hringjum jafnvel í aðrar
verslanir ef við eigum ekki það
sem beðið er um.“
„Tilvonandi brúðhjón hafa
í gegnum árin getað skráð
sig á brúðargjafalista enda
úr nógu að velja í versl
uninni.“
erla Vilhjálmsdóttir. „Við erum með mikið úrval af iittala-vörum
sem eru mjög vinsælar í dag enda falleg og tímalaus hönnun.“