Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 156
156 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Texti: Svava Jónsdóttir / Myndir: Geir Ólafsson og fleiri
Losnum við erfið handverk með sjálfvirkni
Marel
marel er alþjóðlegt fyrirtæki með viðskiptavini í öllum heimshlutum. Marel er í fararbroddi í nýsköpun
og vöruþróun og ráðstafar árlega um sex milljörðum króna í nýsköpun. Í Marel er nú verið að þróa nýja
vél, FleXicut, sem mun umbylta hvítfisksvinnslu en með tilkomu vélarinnar hefur mannfrekt ferli við
beingarðsskurð verið vélvætt. Þrjár konur eru í teyminu sem kemur að þróuninni.
S
tefna Marels er að
vera í fararbroddi á
heimsvísu í þróun og
framleiðslu á há þró
uðum búnaði og kerfum til
vinnslu á fiski, kjöti og kjúkl ingi.
FleXicut tengist einu af
verk efnum fyrirtækisins og er
vatnsskurðarvél sem byggist á
háþróaðri röntgentækni. Það
þykir krefjandi starf í fisk
vinnslum að fjarlægja beingarð
en með tilkomu vélarinnar
hefur mannfrekt ferlið verið
vélvætt og í kjölfarið munu
afköst aukast. FleXicut sker
bein garðinn hratt og vel í burtu
og hlutar flakið niður miðað við
hámörkun á nýtingu.
Guðbjörg Heiða Guð munds
dóttir verkfræðingur, Stella
Guð jónsdóttir stærðfræðingur
og Þórdís Reynisdóttir verk
fræðingur eru í teyminu sem
vinnur að þróun FleXicutvél
arinnar.
„Fiskurinn er ein af okkar
náttúruauðlindum, okkur
ber að fara vel með hana og
há marka verðmætin. Þar af
leiðandi er mjög áhugavert að
fá að taka þátt í þessu verkefni.
Markaðurinn kallar sífellt eftir
meiri sjálfvirkni og þarna er
tekið lykilskref í þá átt en lengi
hefur verið beðið eftir lausn
sem þessari,“ segir Guðbjörg
„Vélin mun auka virði hrá
efnisins fyrir viðskiptavini
okkar til muna,“ segir Þórdís.
Fyrirtæki á Íslandi og í Noregi
hafa sýnt FleXicut áhuga og
segja þær að áhugi fyrir vélinni
sé almennt mikill.
„Það er búið að skrifa undir
sölusamninga og fleiri eru í
farvatninu,“ segir Guðbjörg.
„Við horfum til framfaranna
sem fyrirtæki ná í vinnslunni
með kaupum á FleXicut; fjöl
breyttara vöruúrvals, aukinna
afkasta og minni þarfar fyrir
sérþjálfað vinnuafl. Allt þetta
gerir að verkum að endur
greiðslu tími vélarinnar er vel
innan ásættanlegra marka.“
Þórdís Reynisdóttir, Stella Guðjónsdóttir og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir eru í teyminu sem vinnur að þróun FleXicut-vélarinnar.