Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 163

Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 163
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 163 gæðaþjónusta Hverjir eru helstu viðskipta ­ vinir ION? „Stærsti kúnnahópurinn okkar eru einstaklingar og þá helst frá Bandaríkjunum og Bretlandi auk annarra landa,“ segir Katrín Ósk. „Þetta eru einstaklingar í leit að einstakri upplifun á Íslandi og þar spilar ION stóran hlut með gistingu, mat, spa og afþreyingarferðum sem við bjóðum upp á. Við fáum einnig fundar­ og hvatahópa sem vilja koma í fallegt umhverfi, funda og efla hópinn. Við bjóðum upp á heildarpakka fyrir fyrir ­ tækjahópa sem innihalda fundi, hópefli, mat og gistingu.“ Eruð þið með einhverja sérstaka stefnu varðandi ímynd og menningu fyrirtækisins? „Við leggjum mikla áherslu á að gestir okkar upplifi orku náttúrunnar sem umvefur hótelið ásamt íslenskri menn ­ ingu. Við spilum einungis ís ­ lenska tónlist á hótelinu, öll listaverk eru eftir íslenska lista menn og öll smáatriði sem eru á hótelinu tengjum við við Ísland og menningu og náttúru landsins. Við viljum styrkja samfélagið í nágrenninu og það gerum við með því að kaupa beint frá bændum ferskt hráefni líkt og lamb og silung úr Þing ­ valla vatni. Við bjóðum upp á gönguferðir um Hengilssvæðið með leiðsögumanni sem ólst upp á svæðinu og býr við Þing ­ vallavatn. Einnig sjá bændurnir á svæð inu um snjómokstur fyrir okkur á veturna. Með þessari samvinnu og stefnu hó telsins viljum við byggja upp ímynd þess sem um hverfis vænt hótel sem býður upp á gæða þjónustu í fal legu umhverfi.“ konur eru klárar Konur eru í fimm stjórn unar ­ stöðum á ION. Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi hótelsins og framkvæmdastjóri, segir að það sé ómeðvituð þróun. „Ég tel jafnmikilvægt að jafn ­ rétti vinni í báðar áttir og að fólk sé ávallt metið að verð ­ leikum en ekki kyni, litarhætti eða öðrum ótengdum þáttum. Konur eru klárar og kannski hef ég ómeðvitað ráðið konur í stjórnendastörf innan ION en ég er alveg sannfærð um að ég er með bestu einstaklingana í öllum þessum störfum. Ég trúi því að við höfum öll sama rétt en ég held að konur þurfi oft að hafa meira fyrir framanum og viður kenn ingunni. Það verða fleiri hindranir á veginum sem við þurfum að stökkva yfir en með æfingunni gerist það sjálfkrafa.“ Telur þú að nauðsynlegt hafi verið að setja lög um kynja ­ kvóta um setu í stjórnum fyrirtækja? „Mér þykir afskaplega leiðin­ legt að þurfa að játa þessu því ég er alls ekki fylgjandi því að þvinga fram kynjakvóta með lögum – líkt og í önnur störf á að velja hæfustu einstaklingana til að stýra fyrirtækjum en því miður er ennþá of algengt að þegar talað er um forstjóra eða framkvæmdastjóra sé karlkyns einstaklingur hafður í huga enda eru titlarnir karlkyns nafn orð. Ég vil heldur vera talin álit­ leg vegna þekkingar og getu fremur en að vera þving að til stjórnarsetu vegna kynja ­ kvóta.“ á réttri braut Hvað varðar stöðu kvenna innan atvinnulífsins á síðustu árum segir Sigurlaug að margt gott hafi unnist og að viðhorf fólks sé á réttri braut. „Ég held hins vegar að við eigum langt í land og þess vegna er mikilvægt að halda þétt um taumana. Aðgerðaáætlun velferðar ­ ráðuneytisins, jafn réttis þing, kynjakvóti í stjórn um fyrir­ tækja, UN Women, Jafn­ réttis stofa, Femínistafélagið, FKA og fleiri hafa bætt stöðu kvenna á seinustu árum en ég held að þær kvenfyrirmyndir sem við eigum bæði innan ­ lands og utan hafi góð og langvarnadi áhrif. Vigdís Finn bogadóttir er og hefur lengi verið mín fyrirmynd en hún hefur haft mikil áhrif á ímynd kvenna og er án efa líka fyrirmynd margra drengja því hún er ekki aðeins góð kvenfyrirmynd heldur góð fyrirmynd almennt.“ Sigurlaug Sverrisdóttir. „Ég trúi því að við höfum öll sama rétt en ég held að konur þurfi oft að hafa meira fyrir framanum og viðurkenningunni.“ Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir. „Við bjóðum upp á heildarpakka fyrir fyrirtækjahópa sem innihalda fundi, hópefli, mat og gistingu.“ „Við leggjum mikla áherslu á að gestir okkar upplifi orku náttúrunnar sem umvefur hótelið ásamt íslenskri menn ingu. Við spilum einungis ís lenska tónlist á hótelinu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.