Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 173
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 173
fram á 20. öld, þar á meðal á Íslandi. Hug
myndin var að þeir sem legðu fram fé til
sam félagsins kysu sér fulltrúa úr sínum hópi
til að stýra því. Við fyrstu Stórþingskosningar
í Noregi árið 1814 fengu embættismenn,
borgarar og bændur á lögbýlum kosninga
rétt. Það voru um 40% af körlum eldri en
25 ára og komst það þá næst almennum
kosningarétti í heiminum. Síðar féll þetta
hlutfall með fjölgum eignalausra leiguliða og
verkafólks í bæjunum.
Kristján 8. Danakonungur gaf Ís lendingum
fyrst kosningarétt 8. mars árið 1843. Réttur
inn var bund inn við 25 ára aldur, kjósend ur
hefðu óflekkað mannorð og ættu að minnsta
kosti 10 hundraða jörð eða múr eða timbur
hús í kaupstað sem metið væri á að minnsta
kosti 1.000 ríkisdali eða hefðu lífs tíðarábúð
á 20 hundraða jörð. Karlmenn einir höfðu
kosn ingarétt. Um 2% landsmanna uppfylltu
skilyrðin.
• Danskir karlar höfðu fengið hliðstæð
réttindi árið 1831.
• Konur fengu fyrst kosningarétt til jafns
við karla í heiminum á NýjaSjálandi
árið 1893. Áður höfðu konur í Wyom
ing í Bandaríkjunum fengið kosninga
rétt árið 1869.
• Finnland varð næst á eftir NýjaSjá
landi til að jafna kosningarétt kynj
anna. Það var árið 1906.
• Konur í Noregi fengu kosningarétt til
Stórþings, bundinn við skattgreiðslur
og hjúskap, árið 1907 og almennan
kosningarétt árið 1913.
• Innan danska ríkisins fengu konur
kosningarétt árið 1915. Þetta gilti um
Danmörku, Færeyjar og Ísland.
• Á Íslandi var kosningaréttur kvenna
takmarkaður við 40 ára aldur og ekki
almennur til jafns við karla fyrr en
árið 1920. Þá leiddi ákvæði í sam
bandslagasamningnum við Dani um
gagnkvæman kosningarétt í ríkjunum
til að þess að aldursákvæðið féll niður.
• Íslenskir vinnumenn sem ekki greiddu
útsvar fengu kosningarétt árið 1915
eins og fullorðnar konur.
• 5. ágúst árið 1916 var fyrst kosið
eftir nýju lögunum sem konungur hafði
staðfest með undirskrift sinni 19. júní árið
1915. Þá gátu um 12.050 konur farið á
kjörstað ásamt fátækari vinnu mönnum.
• Fólk sem hafði þegið af sveit fékk
loks kosningarétt á Íslandi árið 1934.
Þar með féllu síðustu fjárhagsákvæði
kosningalaga niður á Íslandi.
• Í Bretlandi fengu konur kosningarétt
árið 1918 eftir langa baráttu en þá
með aldurstakmarki líkt og var á
Íslandi en miðað var við 30 ára aldur.
Aldursákvæðið féll niður árið 1928.
Í hinum evrópska menningarheimi
er fyrsta þekkta dæmið um almenn
an kosningarétt karla og kvenna
eldri en 25 ára frá Korsíku en þar
var við lýði skammlíft lýðveldi frá
árinu 1755.
þróun kosningaréttar kvenna í
ríkjum heims hefur verið þessi:
1893 NýjaSjáland
1902 Ástralía
1906 Finnland
1913 Noregur
1915 danmörk, færeyjar og ísland
1917 Sovétríkin
1918 Austurríki, Þýskaland og Pólland
1919 Tékkóslóvakía, Lúxemborg og Holland
1920 Kanada og Bandaríkin
1921 Svíþjóð
1922 Írland
1927 Úrúgvæ
1928 Bretland
1929 Ekvador
1930 SuðurAfríka, hvítir. Þeldökkir 1994
1931 Spánn, Srí Lanka
1932 Brasilía, Taíland
1934 Kúba, Tyrkland
1935 Búrma
1938 Búlgaría, Filippseyjar
1942 Dóminíska lýðveldið
1944 Frakkland
1945 Gvatemala, Ungverjaland, Indónesía,
Japan, Panama, Trínidad og Tóbagó
1946 Benín, Ítalía, Líbería, Rúmenía,
Júgóslavía
1947 Argentína, Malta, Tógó, Venesúela,
Víetnam
1948 Belgía, Ísrael, Norður og SuðurKórea
1949 Síle, Kostaríka, Indland, Sýrland
1950 Barbados, El Salvador
1951 Nepala
1952 Bólivía, Grikklnd
1953 Kína, Jamaíka, Mexíkó
1954 Kólumbía
1955 Eþíópía, Gana, Níkaragva, Perú
1956 Kamerún, Tsjad, Kongó, Egyptaland,
Gabon, Gínea, Fílabeinsströndin, Laos,
Madagaskar, Malí, Máritanía, Níger,
Pakistan, Senegal, Súdan, Túnis,
Burkina Faso
1957 Haítí, Hondúras, Líbanon, Malasía
1958 Albanía, Alsír, Írak, Sómalía
1959 Kýpur, Máritíus, Marokkó
1960 Nígería, Saíre
1961 Búrundí, Gambía, Paragvæ, Rúanda,
Síerra Leóne, Tansanía
1962 Úganda
1963 Íran, Kenía, Líbía
1964 Afganistan, Malaví, Sambía
1965 Bótsvana, Singapúr
1966 Gvæana, Lesótó
1967 SuðurJemen
1969 Svasíland
1970 Fiji, NorðurJemen
1971 Sviss
1972 Bangladess
1974 Jórdanía
1976 Portúgal
1984 Liechtenstein
1986 MiðAfríkulýðveldið
1990 Samóa
1997 Katar
2002 Barein
2003 Óman
2005 Kúveit