Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 178
178 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Gleymda kvenréttindakonan
Stjórnmálasaga prestsdótturinnar Ingu Láru Lárusdóttur er gott dæmi um viðhorf hinnar menntuðu
kvenréttindakonu af fyrstu kynslóð. En saga hennar er mikið til gleymd.
Inga Lára Lárusdóttir kom að vestan og
hellti sér í baráttuna:
TexTi: GíSli KriSTJánSSon
I nga Lára Lárusdóttir kom inn í bæjarstjórn Reykja víkur árið 1918 af lista Sjálfstjórnar, sem var blandaður listi
og beint gegn vax
andi áhrifum alþýðuflokksmanna.
En svo var henni ýtt út árið 1922
vegna þess að hún þótti ekki trú í
andstöðunni við kratana.
Af skrifum Ingu Láru sést að hún
var fyrst og fremst femínisti og
rót tæk sem slík en annars mjög
borg ar aleg í viðhorfum og sór sig
mjög í ætt við kvenréttindakonur á
Norður löndum.
„Starfssviðið var áður heimilið eitt,
nú hefir það stækkað, heimilin eru
orðin tvö; einkaheimilið, ríki kon unnar,
og þjóðfélagsheimilið, ríki karla og
kvenna í sameiningu,“ skrifaði hún.
menntun innanlands og
utan
Hún sótti erlend þing kvenréttinda
kvenna, var ritstjóri og borgar fulltrúi
og ein helsta baráttukona fyrir byg
gingu Landspítalans. Sjúkrahúsmál
og heilsa almennings voru ekki síður
áberandi en baráttan fyrir kosn
ingarétti hjá þessum konum. Og
heimilisiðnaður og hannyrðir.
Inga Lára var prestsdóttir að
vest an, alin upp í Selárdal, á sömu
slóðum og Ingibjörg H. Bjarnason
sleit barnsskónum. Ingibjörg var
kaupmannsdóttir frá Bíldudal. Á
þeim baráttukonum var þó töluverð
ur aldursmunur og Ingibjörg farin
að vestan þegar Inga Lára fædd
ist. Þær störfuðu hins vegar lengi
sam an við Kvennaskólann. Í raun
og veru hét hún Lára Ingveldur.
Hún hlaut menntun umfram það
sem alþýðustúlkum hlotnaðist. Hún
var fædd árið 1883. Séra Lárus
Benediktsson, faðir hennar, var
menntamaður, auk þess talinn vel
stæður fjárhagslega, og sá til þess
að börnin lærðu. Bróðir Ingu Láru
var Ólafur Lárusson, prófessor í
lögum.
ógifta KennsluKonan
19 ára gömul kom Inga Lára til
Reykjavíkur og hóf nám við Kvenna
skólann og var síðar við nám í þrjú
ár í Danmörku og Svíþjóð. Eftir það
var hún frá 1907 kennari í Reykjavík,
fyrst við barnaskólann og svo lengi
dönskukennari við Kvennaskólann.
Hún var alla tíð ógifta kennslukonan.
Ingu Láru má kalla gleymdu
kvenréttindakonuna því hún lenti að
mestu utan hefðbundinna stjórn mála
en hélt merkinu á lofti með blaði
sínu – 19. júní – og með baráttu
sinni í þágu Landspítalans. Hún
hefur hins vegar staðið í skugga
fræg ari kvenna í baráttunni, þeirra
Ingibjargar H. Bjarnason og Bríetar
Bjarn héðinsdóttur.
„Heimilin eru orðin tvö;
einkaheimilið, ríki konunn ar, og
þjóðfélagsheimilið, ríki karla og
kvenna í sameiningu.“
19 ára gömul kom inga Lára til Reykjavíkur og hóf nám við Kvenna-
skólann og var síðar við nám í þrjú ár í Danmörku og Svíþjóð.