Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 188

Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 188
188 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 Ásta segir að ákveðið hafi verið að veita styrki til að koma verkefnum af stað og þeir voru auglýstir tvisvar, fyrst í nóvember 2014 og svo í febrúar í ár. „Það var greinilegt að myndast hafði mikil stemning í kringum afmælið og fjöldi umsækjenda kynnti ótrú­ lega fjölbreyttar og spennandi hugmyndir. Starf úthlutunarnefndarinnar var ekki auðvelt en allir styrkirnir hafa þegar eða eru að skila sér í ólíkum og spennandi viðburðum um allt land sem tengjast afmælinu,“ segir Ásta Ragnheiður og bætir við að það sé bókstaflega hægt að fara hringinn og finna eitthvað tengt afmælinu í nánast hverjum bæ og sveit. „Það er til dæmis stórkostlega skemmtilegt verkefni, „Gleymum þeim ei“ í Borgarnesi, þar sem afkomendur fimmtán kvenna settu upp sýningu um þær og þeirra líf í sam­ starfi við söfnin á svæðinu og skólakrakkar sömdu lög við ljóð fjögurra skáldkvenna frá Ásbjarnarstöðum. Á Blönduósi er búið að opna sýningu sem heitir „Fínerí úr fórum for mæðra“. Á Dalvík fær ein af landnáms kon­ unum, Yngveldur fagurkinn, verðskuldaða athygli en frá henni er sagt í Svarfdæla sögu og hefur nú þegar verið nefnt torg í bænum eftir henni. Á Snæfellsnesi eru Sóroptimista­ klúbburinn og kvenfélögin að setja upp sýn ingu um merkar konur á Snæfellsnesi. Þátt takan á landsvísu er einstök.“ söfn um allt land taKa ÞÁtt Söfn um land allt láta sitt heldur ekki eftir liggja. „Á Alþingi er verið að safna saman ræð um fyrstu kvennanna sem sæti áttu á Alþingi og verða þær aðgengilegar á vefn um. Þar gefst innsýn í hvernig fyrstu kon unum leið, fyrir hverju þær beittu sér og börð ust og hvernig þeirra málum reiddi af. Á Þjóð minjasafninu er verið að fara yfir safnið með kynjagleraugum því safnkostinum var til skamms tíma að stórum hluta safnað af körl­ um og gaman að velta fyrir sér hvað vantar í hann til að lýsa lífi fólks á fyrri öldum á raun­ sæislegan hátt. Það er líka verið að flokka ljósmyndir og ljósmyndasöfn kvenna og gera aðgengileg, meðal annars safn Vilborgar Harðardóttur blaðamanns og tímaritsins Veru. Merkar sögulegar sýningar eru bæði í Þjóð minjasafninu og Þjóðarbókhlöðunni. Svo var opnuð í lok maí sýning í Árbæjarsafninu, Hjáverkin, sem sýnir hvernig heimavinnandi konur drýgðu tekjurnar. Í Hofi er sýning á munum sem tengjast konum sem fengnir eru frá öllum söfnum í Eyjafirði og þannig mætti lengi telja.“ tónlist sKipar veglegan sess Tónlist skipar veglegan sess á afmælisárinu. „Sinfóníuhljómsveitin var með tónleika í júníbyrjun með tónverkum eftir íslenskar kon ur, allt frá Jórunni Viðar til Önnu Þor­ valds, og þekkt erlend kventónskáld undir stjórn kvenstjórnanda frá Suður­Ameríku. Að kvöldi 19. júní voru stórtónleikar í Hörpu um konur í tónlist. KíTÓN, félag kvenna í tónlist, stóð fyrir þeim í samstarfi við okkur en þar var nokkuð óvæntu ljósi varpað á hlutskipti tónlistarkvenna.“ Eitt af því mikilvæga sem afmælisárið hefur leitt af sér eru „ömmufyrirlestrarnir“ svoköll­ uðu en hundruð ef ekki þúsundir hafa hlýtt á konur og karla segja sögu ömmu sinnar eða langömmu í fyrirlestrum á vegum RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, í samstarfi við nefndina. Markmiðið með fyrirlestraröðinni var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. „Sú fyrirlestraröð byrjaði í sal Þjóðminja ­ safnsins en svo var alltaf verið að færa hana í stærri og stærri sali því það var alltaf troðfullt. Það hefur verið ákveðið að gefa alla ömmufyrirlestrana út í haust eða vetur. Í framhaldinu fór Þjóðminjasafnið að safna ömmusögum. Það hallar mikið á konur í gagna söfnum og fólk er hvatt til þess að skrifa niður eitthvað um ömmur sínar, frá ­ sagnir eða jafnvel ljóð. Í framhaldinu hefur Lands bókasafnið ákveðið að hefja söfnun á bréfum, dagbókum og fleiru eftir konur en gögn kvenna hafa löngum jafnvel verið flokkuð undir nöfnum eiginmanna þeirra og þannig verið torfundin, eða jafnvel ekki verið talin ástæða til að geyma þau . Nú er loks verið að skrifa kvennasöguna sem hefur næstum verið alveg týnd. öldin hennar Á rÚv Fyrir utan þetta má líka nefna sjónvarps ­ þæt t ina Öldin hennar, sem sýndir eru á RÚV á hverjum sunnudegi og fjalla um merka atburði í sögu kvenna, og þátttöku Skóla­ vefjarins, en þar koma vikulega inn verkefni sem kennarar geta lagt fyrir nemendur og tengj ast kosningar éttinum og hundrað ára afmæli hans. Athygli vekur að afmælið er langt frá því að vera bundið einum degi, 19. júní, og Ásta Ragnheiður segir að í undirbúningnum hafi verið ákveðið að hafa meira undir. „Þetta er svo miklu meira en einhver einn dagur heldur er eitthvað á dagskrá allt árið. Við byrjuðum 30. desember síðastliðinn á því að fyrsti fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá 30. desember 1887 var fluttur í Iðnó af leikkonum á öllum aldri og upptaka frá þeim viðburði síðan flutt á nýársdag í Útvarps ­ leikhúsinu. Og síðan hafa verið viðburðir nánast út í eitt allt árið og verður fram til áramóta.“ „Við byrjuðum 30. desember síðast­ liðinn á því að fyrsti fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá 30. desember 1887 var fluttur í Iðnó af leikkonum á öllum aldri og upptaka frá þeim viðburði síðan flutt á nýárs­ dag í Útvarpsleikhúsinu.“ Afmælið er langt frá því að vera bundið við einn dag, 19. júní, og segir Ásta Ragnheiður að í undirbúningn­ um hafi verið ákveðið að hafa meira undir. „Þetta er svo miklu meira en einhver einn dagur heldur er eitthvað á dagskrá allt árið.“ Dagskrána má finna í heild sinni á heima- síðunni kosningarettur100ara.is. Krummi &Lóa Íslensk hönnun frá heklaíslandi www.heklaislandi.is - sími 6993366 Fæst í öllum betri búðum landsins! NÝTT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.