Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 192

Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 192
192 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 Í þessu fallega ljóði segir Einar Bene diktsson allt það fegursta sem hægt er að segja um góða og göfuga móður. Ég hugsa til móður minnar, Ingveldar Ástgeirsdótt ur á Brúnastöðum, í hvert sinn sem ég les ljóðið. Hún fæddist á Syðri­Hömrum í Ásahreppi hinn 15. mars 1920. Hún hlaut barnafræðslu þess tíma, fór ung á vertíð til Grindavíkur og var í vinnu mennsku þar til hún kom að Brúna ­ stöðum til föður míns, Ágústs Þorvalds sonar. Þótt mér sé málið skylt er það engin spurn­ ing í mínum huga að hún hefur verið einhver duglegasta kona síðustu aldar og búið yfir miklu vinnuþreki og skipulagsgáfum. Hún er í hópi þeirra fjölmörgu kvenna sem áttu stóran skara af börnum og í dag getum við alls ekki sett okkur í spor þeirra. Foreldr ar mínir eignuðust 16 börn á 21 ári við að stæð ­ ur sem enginn vildi búa við í dag. Búið á Brúnastöðum var ekki stórt á nú ­ tíma mælikvarða enda tæknin enn á frumstigi þegar fyrsta barn þeirra fæddist 1942. Þá stóð „blessað stríðið“ yfir eins og gamla fólk ið sagði og tæknin rétt að opna sínar dyr fyrir íslenskum bændum, allir búskaparhætt­ ir frumstæðir og rafmagn óvíða nema þá til ljósa, bílar og traktorar sjaldgæfir í sveitunum. Við systkinin öll nema yngsti bróðirinn fædd­ umst heima á Brúnastöðum. Amma okkar, Arndís Þorsteinsdóttir á Syðri­Hömrum í Rang árvallasýslu, var ljósmóðir og tók á móti öllum börnum dóttur sinnar nema yngsta syn ­ inum, hann fæddist á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þegar ég hugsa um lífsstarf og vinnuþrek móður minnar undrast ég enn hver hún var. Ég minnist hennar við að skola þvottinn upp úr ísköldu vatni í Hvítá og með þvottabrett­ ið og grænsápu að skrúbba óhreinu fötin okkar. Og svo stóra balann fullan af þvotti Hópurinn þéttist. Það leið varla svo ár að ekki fæddist barn á Brúnastöðum frá því frumburðurinn Ásdís kom í heiminn 1942. Myndin er tekin 1954 á ljósmynda- stofu á Selfossi þegar 11 börn voru fædd á bæn- um. Frá vinstri: Valdimar, Hjálmar, Ketill, Ásdís með Guðrúnu í fanginu, Geir og Auður fyrir framan hann, Þor- valdur, Gísli, Guðni og Bragi. Sunnudagur í sveitinni. Ingveldur og Ágúst með barnaskarann sinn framan við gamla bæinn á miðjum sjötta áratugnum. Sunnudagur var eini frídagur vikunnar þótt menn yrðu vitaskuld að mjólka kýr kvölds og morgna. Frá vinstri: Ásdís, Auður, Ingveldur með Guðrúnu í fanginu, Ágúst með Braga í fanginu, Geir fyrir framan föður sinn, Þorvaldur og Hjálmar fyrir framan hann, Ketill og Guðni fyrir framan hann, Gísli og Valdimar, sem heldur í hornið á heimalningnum Glanna. Ég á bú í berjamó. Guðrún, Hrafnhildur, Sverrir, Tryggvi og Þorsteinn fyrir framan búið sitt fyrir neðan túngarðinn á Brúnastöðum. Hér var hirt um horn og leggi þegar lausar stundir gáfust frá bústörfunum, en þar höfðu allir, jafnt háir sem lágir, hlutverki að gegna. Myndin var birt í Vikunni 1963 þegar blaðamaður heimsótti bóndann á Brúnastöðum og tók langt viðtal við hann. sunnudagur í sveitinni. Ingveldur og Ágúst með barnaskarann sinn framan við gamla bæinn á miðjum sjötta áratugnum. sunnudagur var eini frídagur vikunnar þótt menn yrðu vitaskuld að mjólka kýr kvölds og morgna. Frá vinstri: Ásdís, Auður, Ingveldur með Guðrúnu í fanginu, Ágúst með braga í fanginu, Geir fyrir framan föður sinn, Þorvaldur og Hjálmar fyrir fram an hann, ketill og Guðni fyrir framan hann, Gísli og valdimar, sem heldur í hornið á heima lningnum Glanna. gamli bærinn. Ágúst bóndi reisti gamla bæinn 1932, liðlega 60 fer- metra einbýlishús úr timbri og bárujárni. Glugginn yst til vinstri var á skrifstofu Ágústs, við hliðina á honum voru sparidyrnar og hægra megin þeirra var glugg inn á herbergi Guðbjörns frænda. u dir lægri súðinni var baðstofan þar sem tíu manns sváfu á fyrstu árum Guðna. Gamli bærinn. Ágúst bóndi reisti gamla bæinn 1932, liðlega 60 fermetra einbýlishús úr timbri og bárujárni. Glugginn yst til vinstri var á skrifstofu Ágústs, við hliðina á honum voru sparidyrnar og hægra megin þeirra var glugginn á herbergi Guðbjörns frænda. Undir lægri súðunni var baðstofan þar sem tíu manns sváfu á fyrstu árum Guðna. Efst sér í gluggann á geymsluloftinu þar sem strákarnir sváfu einatt á sumrin til að rýma fyrir yngri krökkunum. Gamli bærinn var rifnn um 1960. Þegar mest var bjuggu 16 manns í bænum. Í faðmi mömmu. Guðni á öðru ári í kjöltu Ingveldar móður sinnar fyrir framan gamla bæinn á Brúnastöðum. Myndin er tekin sumarið 1950. Lopinn er ekki enn farinn að kitla. Ljósmóðirin. Hjónin Ingveldur Ásgeirsdóttir og Ágúst Þorvaldsson með Arndísi Þorsteins- dóttur, móður Ingveldar, í stássstofunni í nýja bænum, líklega um 1965. Arndís var menntuð ljósmóðir og tók á móti öllum börnum Ingveldar, nema Guðna – og yngsta syninum, Jóhanni. Guðna lá svo mikið á að komast í heiminn að frú Arndís kom of seint á vettvang. Hún var ljósmóðir í Ása- og síðar Djúpárhreppi í hálfa öld. Jóhann var eina barn Ingveldar sem fæddist á sjúkrahúsi. Gamli bærinn. Ágúst bóndi reisti gamla bæi n 1932, liðlega 60 fermetra einbýlishús úr timbri og bárujárni. Glu ginn yst til vinstri var á skrif tofu Ágústs, við hliðina á honum voru sparidyrnar og hægra megin þeirra var glugginn á herbergi Guðbjörns frænda. Undir lægri súðunni var baðstofan þar sem tíu manns sváfu á fyrstu árum Guðna. Efst sér í gluggann á geymslul fti u þar sem strákarnir sváfu einatt á sumrin til að rýma fyrir yngri krökkunum. Gamli bærinn var rifnn um 1960. Þegar mest var bjuggu 16 manns í bænum. Í faðmi mömmu. Guðni á öðru ári í kjöltu Ingveldar móður sinnar fyrir framan gamla bæinn á Brúnastöðum. Myndin er tekin sumarið 1950. Lopinn er ekki enn farinn að kitla. Ljósmóðirin. Hjónin Ingveldur Ásgeirsdóttir og Ágúst Þorvaldsson með Arndísi Þorsteins- dóttur, móður Ingveldar, í stássstofunni í nýja bænum, líklega um 1965. Arndís var menntuð ljósmóðir og tók á móti öllum börnum Ingveldar, nema Guðna – og yngsta syninum, Jóhanni. Guðna lá svo mikið á að komast í heiminn að frú Arndís kom of seint á vettvang. Hún var ljósmóðir í Ása- og síðar Djúpárhreppi í hálfa öld. Jóhann var eina barn Ingveldar sem fæddist á sjúkrahúsi. Búist til þingferðar. Ágúst bóndi kominn í betri fötin og býst til þingferðar. Hann var þingmaður Árnesinga og síðar Sunnlendinga frá 1956 til 1974 – og þótti hafa hljómmikla og afar áheyrilega rödd sem eftir var tekið í þingsölum. Fóstran og urðarkettirnir. Guðný Þórðardóttir með fóstur- sonum sínum, Ágústi til vinstri og Hjálmtý til hægri. Strákarnir eru í lánsfötum af efnameiri bæ – og líklega að fara á jólaskemmtun sem þeir komust iðulega ekki á af því þá v ntaði spariföt. Strákarnir ólust upp í sárri fátækt á Eyrarb kka og voru jafnan kallaðir urðark ttirnir, en í urðinni, austast á Bakkanum, var fátækrahverfi í byrjun síðust ald r. Rússinn á bænum. Stolt Brúnastaðabóndans leynir sér ekki þar sem hann stendur við hlið fyrstu bifreiðar sinnar sem sýslungar hans gáfu honum þegar Ágúst var kjörinn á þing 1956. Kaupfélags- menn gáfu bílnúmerið – og það ekki af lakari sortinni. Rússajeppinn var ferðabíll fjölskyldunnar þar sem safna mátti saman á annan tug barna á bekkjunum aftur í skut. Í bakgrunni sér í gömlu fjárhúsin á Brúnastaðaholtinu. í faðmi mömmu. Guðni á öðru ári í kjöltu Ingveldar móður sinnar fyrir framan gamla bæinn á brúna stöðum. myndin er tekin sumarið 1950. lopinn er ekki enn farinn að kitla. rússinn á bænum. stolt brúnastaðabóndans leynir sér ekki þar sem hann stendur við hlið fyrstu bifreiðar sinnar sem sýslungar hans gáfu honum þegar Ágúst var kjörinn á þing 1956. kaupfélagsmenn gáfu bílnúmerið – og það ekki af lakari sortinni. rússajepp- inn var ferðabíll fjölskyldunnar þar sem safna mátti saman á annan tug barna á bekkj- unum aftur í skut. Í bakgrunni sér í gömlu fjárhúsin á brúnastaðaholtinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.