Frjáls verslun - 01.05.2015, Page 207
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 207
Dilma Rousseff,
forseti Brasilíu:
Dilma Rousseff á við fallandi gengi
að stríða. Efnahagur Brasilíu dregst
saman, fátæktin er enn áberandi á
götunum en spillingin grasserar í
bakherbergjunum.
Dilma er nú á öðru kjörtímabili sínu sem
forseti og endurkjörið á síðasta ári sýndi að
fólkið trúði enn á hana þegar kosið var. En
nú hafa vinsældir mælst 13%, sem er lítið.
Hún ætlaði að greiða úr öllum vanda
Brasilíu en gengur hægt með það verkefni.
Heimsmeistaramótið í fótbolta ýtti í fyrstu
undir bjartsýni í landinu en svo féll landslið
heimamanna úr keppni og síðan hefur allt
verið á niðurleið.
Brasilía er í röð víðlendustu og fjölmenn
ustu ríkja heims og ætti því einnig að vera í
röð hinna áhrifamestu. En félagslegu vanda
málin eru mikil og forsetinn hefur enn ekki
fundið jafnvægið milli umbóta og vaxtar.
Susan Wojcicki,
forstjóri Youtube og
Google:
Susan Wojcicki er dóttir innflytjenda
af gyðingaættum frá AusturEvrópu.
Í ljósi reynslunnar ætti ekki að koma á óvart
að hún er ein af áhrifamestu konum heims.
Einnig má tala tillit til þess að Google var
stofnað í bílskúrnum hjá henni og hún stóð
að kaupum Google á Youtube.
Hún hefur um árabil verið áhrifamikil í stjórn
þessara fyrirtækja en það var fyrst í fyrra
sem hún tók við yfirstjórninni. Áhrifin eru mikil
því þetta eru tvær vinsælustu leitarvélar í
heimi og milljarður manna lítur á Youtube á
mánuði.
Vandinn hefur hins vegar alltaf verið að
tekjur hafa ekki fylgt vinsældunum. Það hefur
því verið hlutverk Susan Wojcicki að auka
fjárstreymi í kassann og það hefur tekist.
7
9
10
Hún hefur um árabil verið áhrifa
mikil í stjórn þessara fyrirtækja en
það var fyrst í fyrra sem hún tók við
yfirstjórninni. Áhrifin eru mikil því
þetta eru tvær vinsælustu leitarvélar
í heimi og milljarður manna lítur á
Youtube á mánuði.
Michelle Obama,
forsetafrú í Bandaríkjunum:
Michelle Obama forsetafrú hefur orðið að láta undan síga fyrir áhrifa meiri
konum síðustu ár.
Hún er og að ljúka tímabili sínu sem hú s móðir í Hvíta húsinu. Það leiðir eðlilega af sér að
færri horfa til hennar nú en var í byrjun. En tíunda sætið er engin skömm.
Forsetafrúin hefur í æ ríkari mæli einbeitt sér að stöðu kvenna og ungra stúlkna víða um
heim. Hún hefur ferðast meira en oft áður og víkkað áhrifasvið sitt, sem áður var mjög bundið
við heilbrigðismál.
Þó er heilsa henni enn hugleikin og hún hefur beitt sér einarðlega fyrir kröfum um hollustu
í mataræði skólabarna. Þar hefur hún átti í höggi við seljendur sykurs og ann arrar óhollustu,
sem segja að frelsi barna til að velja eigi að ráða. Offita er því, þrátt fyrir baráttu Obama,
mikið og vaxandi vandamál vestra.