Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 22
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sviðið og sigri parísarskólann með vopnum hans sjálfs, svipað og Thorvaldsen sigraði fornlistarstefnuna í Róm með hennar vopnum fyr- ir hundrað og fimtíu árum; t. d. Picasso, Chagall, Klee (post mortem), osfrv. Oft virðist manni sem frönsk nútímalist hafi lifað sitt fegursta í þeim miklu snillíngum sem nú taka að gerast gamlaðir, Braque, Matisse, Picasso, og nú sé hafinn í París hálfgerður síðalníngsbúskapur og hjakk í sama farinu; og að parísarskólanum sé meiri þörf endurnýúngar úr einhverjum stað heldur en hins, að menn þyrpist þángað alstaðar að í eftirhermuskyni; það er skammgóður vermir að lifa á arfi. Og það heyrist oft á frönskum mentamönnum og lista, að París sé nú aufúsa á sérhverri uppörvun úr fjarlægð, sem flytja kunni ferskleika, nýabrum og annan anda. Sá málari er dauður sem málar í ár einsog hann málaði í fyrra, og þannig er staðnaður skóli aðeins dauður kækur. Það væri til dæmis óskandi að þjóðfélagsraunsæin sem svo kallar sig, sósíalreal- isminn, eignaðist listamann; en það á enn eftir að verða; ennþá er sú stefna þegar best lætur ekki annað en vondur 19. aldar „ljósmynda- realismi“ blandaður með úrkynjuðu 18. aldar hirðmálverki, sem glutr- að hefur niður fimleik, kunnáttu og smekk — og þó einkum náttúrlega hirðsalnum sjálfum með öllu sem þar til heyrði; en mjór er mikils vísir, og sósíalisminn hlýtur að eignast myndlist í fyllíngu tímans, annað er óhugsanlegt; því miður eru samt bæði París og Moskva jafnfjarri því takmarki enn sem komið er. Menn af útkjálkum heimsins þurfa ekki að flytja parísarlist til Parísar, það er einsog fara til Rómar að prédika kaþólsku fyrir páfan- um, slíkt vekur ógeð og háði blandna vorkunn; sú saga geingur að fyrir skemstu, þegar Evelyn Waugh, enski rithöfundurinn, var í einkaáheyrn hjá Píusi XII., hafi hann þvælt við páfann um kennisetníngar kirkjunn- ar af þvílíkri trúaráfergju, að veslíngs páfanum varð þetta orð á munni þegar hann komst loksins að: „Excuse me, Mr. Waugh, but I happen to be a Catholic too, fyrirgefið þér, Vó minn góður, en ég á nú að heita kaþólskur líka.“ Útlendíngur sem ætlar að gleypa sólina í París glatar sjálfum sér og verður ekki París heldur; parísarbúar setja hann uppá loft undir bókstaf. Það sem nú hefur helst skilyrði til sigurs þar syðra er ferskur og frumstæður kraftur útkjálkans eftir hinu íslenska orði: þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður of bygðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.