Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 22
12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sviðið og sigri parísarskólann með vopnum hans sjálfs, svipað og
Thorvaldsen sigraði fornlistarstefnuna í Róm með hennar vopnum fyr-
ir hundrað og fimtíu árum; t. d. Picasso, Chagall, Klee (post mortem),
osfrv.
Oft virðist manni sem frönsk nútímalist hafi lifað sitt fegursta í þeim
miklu snillíngum sem nú taka að gerast gamlaðir, Braque, Matisse,
Picasso, og nú sé hafinn í París hálfgerður síðalníngsbúskapur og hjakk
í sama farinu; og að parísarskólanum sé meiri þörf endurnýúngar úr
einhverjum stað heldur en hins, að menn þyrpist þángað alstaðar að
í eftirhermuskyni; það er skammgóður vermir að lifa á arfi. Og það
heyrist oft á frönskum mentamönnum og lista, að París sé nú aufúsa á
sérhverri uppörvun úr fjarlægð, sem flytja kunni ferskleika, nýabrum
og annan anda. Sá málari er dauður sem málar í ár einsog hann málaði
í fyrra, og þannig er staðnaður skóli aðeins dauður kækur. Það væri
til dæmis óskandi að þjóðfélagsraunsæin sem svo kallar sig, sósíalreal-
isminn, eignaðist listamann; en það á enn eftir að verða; ennþá er sú
stefna þegar best lætur ekki annað en vondur 19. aldar „ljósmynda-
realismi“ blandaður með úrkynjuðu 18. aldar hirðmálverki, sem glutr-
að hefur niður fimleik, kunnáttu og smekk — og þó einkum náttúrlega
hirðsalnum sjálfum með öllu sem þar til heyrði; en mjór er mikils vísir,
og sósíalisminn hlýtur að eignast myndlist í fyllíngu tímans, annað er
óhugsanlegt; því miður eru samt bæði París og Moskva jafnfjarri því
takmarki enn sem komið er.
Menn af útkjálkum heimsins þurfa ekki að flytja parísarlist til
Parísar, það er einsog fara til Rómar að prédika kaþólsku fyrir páfan-
um, slíkt vekur ógeð og háði blandna vorkunn; sú saga geingur að fyrir
skemstu, þegar Evelyn Waugh, enski rithöfundurinn, var í einkaáheyrn
hjá Píusi XII., hafi hann þvælt við páfann um kennisetníngar kirkjunn-
ar af þvílíkri trúaráfergju, að veslíngs páfanum varð þetta orð á munni
þegar hann komst loksins að: „Excuse me, Mr. Waugh, but I happen
to be a Catholic too, fyrirgefið þér, Vó minn góður, en ég á nú að
heita kaþólskur líka.“ Útlendíngur sem ætlar að gleypa sólina í París
glatar sjálfum sér og verður ekki París heldur; parísarbúar setja hann
uppá loft undir bókstaf. Það sem nú hefur helst skilyrði til sigurs þar
syðra er ferskur og frumstæður kraftur útkjálkans eftir hinu íslenska
orði: þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður of bygðu.