Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 62
52 TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR í öll sín útlegðar ár. Fyrir hinum upphaflega höfunfli er Gísli ekki bar- dagahetjan fyrst og fremst. En nú er hann hetjan og sigurvegarinn á síðustu stund lífsins. Og hann þarf að gefa konu sinni skýringu þess fyrirbæris: Hann er ungur í annað sinn, hann er á ný kominn í tengsl við æsku sína: Faðir minn gaf sveini sínum þetta þreklyndi. — Frækn- leiki hans í vopnaviðskiptunuin er eins og tákn þess andlega sigurs, er hann vinnur í þessum hildarleik. Hann hefur sigrazt á öllu sínu hugar- víli, liann hefur lirakið á flótta óttann um að geta ekki unnið hjarta konu sinnar. Hann er heilsteypt hetja hins forna siðar. Það er há- punktur og lok sögunnar. V I þessum lauslegu athugunum, sem ég hef sett hér fram um Gísla sögu Súrssonar, þykist ég hafa fært allsterkar líkur fyrir því, að sagan muni hafa borizt mjög af þeirri leið, sem henni hafi upphaflega verið mörkuð, og beri hún þeim uppruna sínum greinilegt vitni. — Það er sameiginlegt flestum íslendingasagnanna, að það er í myrkrunum hul- ið, hvernig þær liafa til orðið, og ekki síður hitt, að þær hafa farið margra á milli, áður en þær komust í það form. sem okkur hefur borizt í liendur. Þær gengu mann frá manni í frásagnarformi, áður en þær voru settar á bókfell. Síðan eru þær afritaðar af mönnum, sem nútíminn veit engin deili á, og við hverja umritun breyttu þær um form og svip meira eða minna, ýmist fyrir handvömm eða af ásettu ráði ritarans, er taldi sér Ieyfilegt að breyta eftir því, er honum þótti betur fara. Og stundum týndist blað eða blöð, svo að yrkja þurfti í eyður. Þær mismunandi gerðir, sem varðveitzt hafa af Gísla sögu Súrssonar, eru eitt skýrasta dæmi um þessi örlög sumra Islendingasagnanna. Það þarf því engan að undra, þótt hinn ujiphaflegi brennipunklur sögunnar hafi viljað fel- ast í umbúðum, sem sögulegri þóttu og betur voru við hæfi neytenda. Þróun Gisla sögu get ég hugsað mér eitthvað á þessa leið: Hin upphaflega kveikja hennar eru hinar örlagaríku ástir, sem mág- konurnar ræða um í dyngjunni, og þungamiðja sögunnar er, hvernig þau hjónin í samhúð sinni leysa þann vanda, sem fyrri ástir Auðar færa þeim að höndum. Áhrif kristinnar trúar fléttast saman við vanda- málið, eins og í sögunni af Snæbirni galta, og útlegðin verður tæki til að dýpka drættina í sögu hinnar andlegu haráttu. En þess háttar sál-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.