Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNJNGAR myndirnar að helztu verkum hans, „Eftirlitsmanninum“ og „Dauðum sáluin“, voru fengnar að láni hjá Púskín. Svo raunsæjar og sannar sem þessar sögur hans frá Úkraínu virðast vera vilja þó sumir telja, eins og t. d. sænski bókmenntafræðingurinn Fredrik Böök (Bonniers Illustrerade Litteratur Historia VII), að lýs- ingarnar hafi átt sér litla stoð í raunveruleikanum og Gogol liafi verið tiltölulega ókunnugt um hagi manna í Ukraínu, en hins vegar notfært sér út í æsar draugasögurnar og ýmisleg skringilegheit úr brúðuleik- húsum, sem eru algeng skemmtun þar í landi. Af þessu dregur hánn þá ályktun, að Gogol hafi í raun og veru aldrei lýst neinu öðru í sögum en sínum eigin hugarfóstrum, en gert það svo vel að menn hafi villzt á hugarfóstrunum og sjálfum veruleikanum, tekið brúðurnar hans fyrir lifandi fólk. Raunsæi Gogols ætli því að vera af líkum toga spunnið og „raunsæi“ H. C. Andersen. Helztu verk Gogols eru eins og áður er sagl gamanleikurinn „Eftir- litsinaðurinn“ og skáldsagan „Dauðar sálir“, sem livort tveggja eru meðal öndvegisrita rússneskra bókmennta. Þar sem bæði þessi skáld- verk munu vera til á íslenzku hirði ég ekki um að rekja efni þeirra nánar. Um „Eftirlitsmanninn“ kemst Gogol sjálfur þannig að orði í „Játningum höfundar“: „Ég fann að í fyrri sögum mínum hafði ég hlegið til einskis, án nokkurs gagns og án þess að vita vegna hvers. Ef við þurfum endilega að vera að hlæja, þá skulum við hlæja að því, sem á það skilið að við hlæjum að því allir. í „Eftirlitsmanninum" mínum vildi ég draga saman í eilt og hæða allt það sem illt er í Rússlandi og fletta ofan af öllum þeim fantabrögðum, sem höfð eru í frammi einmitt þar sem maðurinn á að gæta fyllsta réttlætis.“ Strax í þessu skýtur upp kollinum hið siðferðilega mat, sem Gogol var farinn að leggja á skáldgáfu sína, hún átti jafnframt að þjóna ein- hverju siðrænu, jafnvel trúarlegu markmiði, Gogol var á góðum vegi með að verða predikari eins og fram kom seinna í „Völdum köflum úr bréfum til vina“, en sú hók færði honum heim fullan fjandskap fyrri aðdáenda hans meðal hinna róttæku. Bæði „Eftirlitsmaðurinn“ og „Dauðar sálir“ voru af hinum róttæku innan Rússlands skilin og met- in sem árás á þjóðskipulagið eins og það var, embættismannaveldið í afskekktum landshlutum og bændaánauðina, en það hefur vafalaust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.