Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 93
JARÐVEGUR OG RÆKTUN 83 Ræktun engjajarðvegs hefur að markmiði klofnun lífræns efnis sem safnazt hefur fyrir. Til þess að fá nokkru áorkað um þetta verður að plægja engið upp og sá í það. Þegar engið er orðið gamalt er ekki hægt að nota forplóg heldur verður að nota ein- faldan plóg til plægingarinnar, sem tekur auk þess mikinn kraft og verður því mjög dýr. Einnig þarf mikla herfingu eftir plægingu. Eftir að engið hefur verið plægt upp á að nota það fyrir garðjurtir og fóðurkorn í 6—7 ár, þ. e. einærar jurtir. Einærar jurtir safna engu lífrænu efni í jarðveginn, en þurfa hinsvegar stöðuga klofnun þess sér til viðhalds. Fyrsta árið eftir að engið hefur verið plægt er mikið umframmagn af köfnunarefni í því og þá á að sá t. d. grænmeti. Jurtir sem mynda mikið eggjahvítuefni þurfa einnig mikið vatn t. d. grænkál, tómatar, gúrkur, melón- ur og einnig lauktegundir. Á öðru ári er hentugt að rækta textíl-jurtir og jurtir sem mynda trefjar, einnig jurtir sem mynda feiti og olíur í fræjunum. Þar á eftir koma: hart vorhveiti, malt- bygg, hirsi og safaríkar fóðurjurtir. Eftir grasrækt í 7—8 ár er jarðvegurinn alveg laus við allskonar pestir og illgresi sem fylgir kornakrinum. Grasræktin verkar þannig sem einskonar sótthreinsun við illgresi og sníkjudýrum. Jurtir eins og sykurrófur, iðnaðarkartöflur og maltbygg eiga bezt heima í akur- sáðskiptunum, en jurtir sem framleiða trefjaefni og olíu í fóðurefnasáðskiptunum, t. d. hör, hampur, bómull. Það er kunnugt að olíukökur þær sem til verða við press- un olíunnar úr fræjunum eru mjög verðmætt skepnufóður, innihalda allt að 90% eggjahvítuefni. Þess ber þó að gæta að sumar olíuplöntur innihalda eiturefni í fræj- unum og má því ekki nota kökurnar til fóðurs t. d. rísinusfræ, rapsfræ og mustarðs- fræ. Hör á að rækta strax á öðru ári eftir að engið er plægt, einnig valmúur og olíu- plöntur nema sojabaunir sem eru belgjurt og á að ræktast í akursáðskiptunum. Jurta- tegundirnar þrjár, lín, hart vorhveiti og rautt hirsi hafa það sameiginlegt að eggja- hvítuefni er mikið í fræjum þeirra. Línolía er mjög verðmæt og hart vorhveiti er bezta brauðkomið. I þriðju röð á eftir grasi koma safamiklar fóðurjurtir og rótarhnýði t. d. gulrætur. Jurtir til súrheysverkunar eiga að koma fyrsta árið á þann hluta landsins sem ekki e: sáð grænmeti. Síðasta árið kemur svo einhver sú tegund sem sá má undir gras t. d. vorbygg, hafrar eða vorhveiti. Grasrækt á enginu á að standa yfir í 7—8 ár en á akrinum í hæsta lagi 2 ár. I engjagras á að nota fjölbreyttar tegundir grasa en í því á ekki að vera nema svo sem 10% af belgjurtum (t. d. sænskur smári). Við öflun heyja af grasvelli er spurningin hvenær eigi að slá mjög mikilvæg. Tak- markið er auðvitað að velja sláttutímann þannig að sem mest fóður fáist af hverjum hektara. Áður var talið að bezt væri að slá svo seint sem unnt væri. En þetta er rangt. Rannsóknir sýna að meðan stendur á blómgun og jrœmyndun jurta nota þær engin steinefni frá jarðveginum sér til næringar, heldur fer fram flutningur efna sem þegar eru fyrir hendi til blaðanna og þar fer fram myndun á eggjahvítuefnum og fitu sem svo safnast í fræin eftir blómgunina. Við blómstrunina eyða jurtirnar óhemju orku t. d. minnka proteinefni þeirra um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.