Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 5
RITSTJ ÓRNARGREINAR 115 Undirtektir margra góðra félagsmanna í Reykjavík og Hafnarfirði til stuðnings þessu nýja verkefni Máls og menningar eru þess eðlis að þær eiga skilið að festast á spjöld sögunnar sem sígilt dæmi um óbrigðulan menningaráhuga hinna beztu Is- lendinga. Þessir menn tóku því ekki aðeins fúslega að leggja fram ríflega fjárhæð (þar sem lægsti hlutur er kr. 1000.00) heldur hvöttu til stórræða og gerðust margir þeirra sjálfir hrennandi af áhuga svo að ánægjulegt var að finna hvert kapp þeir lögðu á að Máli og menningu mætti takast að leysa þetta nýja verkefni. En þó að undirtektir hafi reynzt ágætar og fest hafi verið kaup á húseign er ennþá ekki af nema fyrsti áfanginn að því marki sem Vegamót hafa sett sér, en næsti áfangi er að safna hlutafjárupphæðinni allri, einni miljón króna, ljúka síðari útborgun áður en afsal fer fram á Laugaveg 18 1. febrúar 1954, kr. 200 þús., og síðar að reisa nýja byggingu á staðnum svo að Mál og menning geti flutt þangað bókabúð sína og haft þar miðstöð fyrir félagsstarfsemi sína, en takmarkið er að koma þeirri bvgg- ingu upp fyrir 20 ára afmæli Máls og menningar 1957. Það er ekki við unandi og sízt eftir að góður staður er fenginn að félagið geti ekki aukið menningarstarfsemi sína og fært hana yfir á fleiri svið, gert fleira til menningarauka en gefið út bækur og verzlað með þær. Mál og menning þarf að eignast félagsheimili, geta haft fræðslu- og kynningarstarfsemi um bókmenntir, eiga samkomusal, lesstofu með bókasafni, jafnvel gististað fyrir félagsmenn utan Reykjavíkur ofl. En engri slíkri starfsemi er unnt að halda uppi nema í góðri byggingu sem félagið á sem mestan hlut í sjálft með félagsmönnum sínum. Hið nýja hlutafélag Vegamót á því stórt átak fyrir höndum sem félagsmenn Máls og menningar um allt land verða að hjálpa því til að leysa. Mál og menning hefur skrifað sig fyrir um helming hlutafjárins, eða rúmri hálfri miljón króna, sem safna þarf næstu mánuði. Þessa upphæð verður félagið annaðhvort að fá sem hlutafé eða lán frá félagsmönnum. Æskilegt er að sjálfsögðu að Mál og menning geti eignazt sem stærstan hlut í Vegamótum, og gerir félagið þess vegna útboð á 300 þús. kr. láni, 1000 króna, 500 króna og 250 króna skuldabréfum. Lánið er boðið út til fimmtán ára með 7% vöxtum, afborgunarlaust fyrstu fimm árin, en bréfin síðan dregin út á næstu tíu árum, þ. e. tíundi hluti þeirra hvert ár. Ileitir stjórn Máls og menningar á félagsmenn hvar sem þeir eru á landinu að taka fljótt og drengilega undir þetta lánútboð og kaupa sjálfir og hjálpa til við sölu á skuldabréfunum til að gera hlut félagsins sem stærstan í hinu nýja hlutafélagi, Vegamótum. Samhliða þessu heldur áfram beinni hlutafjársöfnun til Vegamóta, en þar er lægsti hlutur kr. 1000, en ýmsir hafa lagt 5 þús. og 10 kr. hluti. Hlutabréfin verða til sölu í skrifstofu Máls og menningar, Þingholtsstræti 27, Reykjavík, og hjá umboðsmönnum félagsins um land allt. Að lokinni hlutafjársöfnuninni er verkefnið að hefjast handa á hinni nýju bygg- ingu, helzt næsta vor, og reisa hana í áföngum. Er Sigvaldi Thordarson, arkitekt, þegar að gera teikningu að byggingunni og sótt hefur verið um fjárfestingarleyfi og gerðar aðrar ráðstafanir til undirbúnings því að framkvæmdir geti hafizt. I stjórn Vegamóta eru Kristinn E. Andrésson, formaður Máls og menningar, Adolf Björnsson, bankaritari, Benedikt Stefánsson, fulltrúi, Sigurður Thoroddsen, verk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.