Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 16
126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
011 tilveran er af lífrænum toga, því að lífið er aðeins hreyfing enda-
lausra afla og mælikvarði mannanna á lifandi og dautt mjög hæpinn.
Sál er svipull logi
samankveiktra afla,
ljós, sem stafar upp af
efnamagni á hreyfing.
Tveimur árum áður en Stephán orti Tíundir, víkur hann að þessu
sama efni — eðli tilverunnar ■—- þótt með öðrum hætti sé. Honum far-
ast svo orð í bréfi til Þorsteins Erlingssonar: „Og tilveran, Þorsteinn!
Utan mannanna og kringum mig er hún hvorki ill né góð, og ásetnings-
laus, en mig dreymir um, að við myndum geta gert okkur hana bæri-
lega með viti og góðum vilja, en henni að þakkarlausu.“
•
Svo sem vænta mátti hlutu hugmyndir Stepháns um sannleikann að
markast af skoðunum hans á gerð og eðli tilverunnar. I kvæðinu: Hvað
er sannleikur?, sem ort er árið 1909, veltir hann fyrir sér þessu við-
fangsefni. Kvæði þetta er ef til vill sannorðasta og spakasta ljóð í okk-
ar bókmenntum, gætt öllum þeim þokka einurðar og hreinlyndis í hugs-
un, sem Stepháni er svo eiginleg. En það er að auki ein rismesta heim-
speki, sem orðuð hefur yerið á okkar tungu. Stephán játar, að sann-
leikurinn er eilífur og algildur á sama hátt og veruleikinn sjálfur: En
tilveran lians endatakmörk eru. Þó er það ekki á færi mannanna að
höndla hann allan, eilífan og algildan: Hann verður hvorki handtekinn
né krýndur. En er mönnunum þess með öllu varnað að nálgast hann,
þessa hátign, sem spekingar og skáld hafa hyllt, er sannleikurinn aðeins
til í himinborinni fjarlægð? Nei, öðru nær. Hann er beint við támörk
Jnnna fóta! Að vísu er liann af eilífðum í molum:
Þó svarar hann til okkar endimarka:
Hann er vort skyn og næmi vorra tauga,
og getspeki og glöggskyggni vors auga,
þær hreyfingar sem fötlum frá oss sparka.
Er sjálfsvitund úr sínum högum ræður,
er sannleikurinn upprennandi að hreyfast