Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 19
EFNISHYGGJA OG HÚMANISMI STEPHÁNS G. 129 hinni stoltu þjáningu, og Sofokles í lofsöng sínum: mörg eru undur ver- aldar, en ekkert eins dásamlegt og maðurinn! — þessi manndýrkun elztu skálda Evrópu var endurborin í ljóðum hins íslenzka Klettafjallaskálds. Mannhugsjón Stepháns er norræn karlmennska og hetjulund, gædd sið- mildun menningarinnar. Það hefur löngum verið kynfylgja hinnar heimspekilegu efnishyggju að gera lítið úr viðleitni mannanna í þeirri lögmálsbundnu tilveru, er þeim var hösluð, að vanmeta verk mannsins og drýgða dáð. Það er í rauninni ekki fyrr en um miðja 19. öld, er hinn vísindalegi sósíalismi verður andlegur leiðarhnoði verkalýðsins, að hin heimspekilega efnis- hyggja leysir fræðilega úr því vandamáli, hvernig háttað er samskiptum manns og umhverfis, bæði þess, sem af náttúrunnar hendi er gert, og hins, sem mannlegt samfélag hefur skapað og markað handaverkum sínum. Hinn vísindalegi sósíalismi gerði þessu máli full skil með því að gera vinnuna að aflvaka mannlegs þjóðfélags og mannlegrar sögu. Á öllum tímum hafa mennirnir útskýrt heiminn og tilveruna á ýmsa lund, en á þeirri stundu, er þeir hófu morgunverk á þessari jörð, tóku þeir að breyta heiminum og tilverunni, og um leið tóku þeir að breyta sjálf- um sér. Hér er þess enginn kostur að rannsaka, hvaða áhrifum Stephán G. Stephánsson hefur orðið fyrir af ritum marxismans. Þeirrar staðreynd- ar skal aðeins getið, að Ijóð hans eru flest ort í anda þessarar mann- félagshugmyndar sósíalismans og hugsunarháttur skáldsins er allur markaður díalektískri þróunarhyggju. Náttúruljóð og árstíðakvæði skáldsins eru líkust litkvikmyndum, sem á einu andartaki breytast í táknmyndir og líkingar mannlegs lífs, regin náttúrunnar verða nærri mennsk að eðli og með orku sinni og athöfn mótar maðurinn náttúr- una og sveigir hana til hlýðni við vilja sinn: Því skynsemd fólksins skapar landsins gæði. Að guðsgjöf tóm sé auður lands og yndi, en ekki mannsverk, það er ósannindi. Er hugurinn grípur lífsins vaxtarvegi er von að hann við þroskaskeiðin segi: „Þín aðferð stenzt, þinn aldafjöldi eigi.“ A fáum árum fjallið gegn má rjúfa, sem fljótið var í aldabil að kljúfa. Tímarít Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.