Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 27
<GUÐ HJÁLPI ÍSLENDINGUM
137
milli hinna „öfganna“. Og j afnvægisafrek hans er fólgið í því að leggj-
■ast á sveif með þeim, sem mikið eiga, hvenær sem til átaka kemur um
xétt þeirra, sem ekkert eiga.
Þessi barátta á sér ekki aðeins stað milli þegna þjóðfélaganna. Hún
geisar einnig milli þjóðanna, og þar er að finna orsök styrjaldanna, sem
þjakað hafa mannkynið svo að segja linnulaust, síðan hinn hvíti kyn-
stofn komst upp á að halda á vopni.
Með byltingunni í Rússlandi og tilkomu sósíalismans kemur í fyrsta
sinn fram á sjónarsvið mannkynssögunnar þjóðskipulag, sem hefur sið-
ferðilegt viðhorf til einstaklingsins og tekur skipulagningu framleiðslu-
háttanna vísindalegum tökum. Þar er það virðingin fyrir manninum,
sem er kjarninn, sem þjóðfélagið er byggt utan um. Það er jafn réttur
•allra þegna þjóðfélagsins til gæða lífsins, samstarf og samhjálp í stað
samkeppni og sérdrægni, eining í stað sundrungar, sameign í stað arð-
ráns, velmegun allra í stað auðsöfnunar fárra og öreigamennsku flestra,
vísindaleg skipulagning atvinnuvega og uppbyggingar í stað handahófs-
káks og tilviljana, friður milli allra þjóða í stað styrjalda.
Þetta er hið raunverulega innihald ráðstjórnarskipulagsins, hvað svo
sem andstæðingar þess skjala um það og skrifa. Þeirri risabyggingu er
•ekki ennþá nándarnærri lokið. En við getum sagt, að henni sé það langt
á leið komið, að hún sé orðin fokheld.
Fyrir daga rússnesku byltingarinnar var mikið um það rætt og ritað
í heiminum, hvort sósíalistiskt þjóðskipulag fengi staðizt. Eignamenn-
irnir og fylgifiskar þeirra sögðu: Það hefur margsýnt sig, að ríkisrekst-
ur ber sig aldrei. Sósíalistiskt þjóðskipulag myndi undireins setja þjóð-
félagið á hausinn. Og sum ykkar munið svo langt, að ýmsir vísir menn
töldu fyrstu plön bolsévíkanna í Rússlandi hjákátlega loftkastala, sem
aldrei næðu tátyllu á fastri grund. Meira að segja Nóbelsverðlaunahöf-
undinum Bertrand Russell, eins og Þjóðviljinn myndi kannski titla hann,
leizt ekki á fyrirtækið eftir Rússlandsreisu sína.
En hvernig hafa þessar hrakspár rætzt?
Allir „loftkastalar“ bolsivíkanna hafa hafnað með frægð á jörðu
niðri. Hver fimm ára áætlunin hefur rekið aðra. Framfarirnar hafa
orðið þvílíkar á þessum 36 árum, að þetta frumstæða bændaland, sem
áður var, er nú komið í tölu háþróuðustu iðnaðarríkja, þrátt fyrir gíf-
urlegt afhroð í átta ára styrjöldum. Svipaðar hafa framfarirnar orðið