Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 30
140
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
finna þau. En þú ættir samt að reyna, því að „þekkingin mun gera yður
f r j álsa“.
Þá kemur ennþá eitt vígið, og þar er vörnunum hagað þannig: Það
fá ekki aðrir að ferðast til Rússlands en kommúnistar.
Þetta gæti verið smart vopnaburður í Austurstræti. En þú færir ekki
vel út úr honum fyrir efsta dómi. Rússar spyrja ekki um pólitískar
skoðanir, þegar þeir bjóða sendinefndum inn í land sitt. í Mír höfum
við gert okkur mikið far um að fá andstæðinga sósíalismans í sendi-
nefndir til Ráðstjórnarríkjanna, aðeins menn, sem hefðu hjartagreind
til að segja rétt frá. En þetta hefur mjög sjaldan tekist. Tilraunin hefur
aldrei strandað á Rússum. Hún hefur strandað á einhverju í fari ís-
lendinganna, sem við höfurn leitað til, stundum máski á önnum.
En hvernig haldið þið að hin frjálsu Bandaríki heilsuðu upp á komm-
únista, sem færu í sendinefnd þangað vestur?
En þrátt fyrir allt og allt, þá hafa Ráðstjórnarríkin framið einn glæp,
meira að segja hræðilegan glæp, og sá glæpur verður þeim seint fyrir-
gefinn.
Glæpurinn er ekki sá, að Rússland sé einræðisríki, eins og þrýst er að
okkur. Rússland myndi þykja mikil prýði í hinum frjálsa heimi, ef Zar-
inn væri setztur að í vetrarhöllinni í Pétursborg. Þá væri nú hægt að
gera bigg bissnis og hala laglegan skilding. Þá væru nú verðbréfin
ekki í bráðri hættu í Wallstreet, enda væri Rússland þá í tölu hinna
„frjálsu þjóða“.
Glæpurinn er ekki heldur sá, að fólkið á að hafa það skítt og vera
illa með farið. Er ekki fólkið í Malajalöndum og Kenya í selskapi hinna
frjálsu þjóða? Og hvenær hefur England framið glæp, sem skerti virð-
ingu þess á bekkjum hinna frjálsu þjóða?
Og ekki er glæpurinn sá, að Rússar séu að hervæðast í árásarstyrj-
öld til þess að leggja undir sig „hinn frjálsa heim“. Því trúir enginn
höfðingi kalda stríðsins að minnsta kosti. En einfeldningunum er ætlað
að trúa því.
Glæpurinn er hið sósíalistiska þjóðskipulag og hvað þetta gengur
fjandi vel. Og þó að þessu skipulagi væri stjórnað af eintómum heilög-
um Búddhum og heilögum Kristum og sankti Maríu meyjum og sankti
Veroníkum, þá væru Ráðstjórnarríkin ógnun við frelsi „hinna frjálsu
þjóða“ og skelfing fyrir heimsfriðinn. Það er eins og segir í einhverri