Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 31
GUÐ HJÁLPI ÍSLENDINGUM
141
heilagri bók um ónáttúru hinna síðustu tíma: Jafnvel hinum útvöldu
munu þeir formæla.
Ekkert er jafn háskalegt fyrir spillta tíma sem tilvera útvaldra.
Þetta er rót kalda stríðsins. Það er tilvera sósíalismans, yfirburðir
hans í skipulagningu og framförum, skelfingin við, að þetta grafi um
sig, og hin hræðilega siðferðisreisn, sem bak við hann stendur. Þetta
er ógnunin við „hinn frjálsa heim“.
Þess vegna voru tekin upp að nýju gömlu vinnubrögðin í fréttaflutn-
ingi um Rússland undireins eftir síðari heimsstyrjöldina: Einræðisríkið
Rússland er að búa sig í árásarstyrjöld og ætlar að leggja undir sig
„hinn frjálsa heim“, og þá verður nú ekki gaman að lifa.
Með þessu hræðingamoldviðri hefur mikið á unnizt. „Hinn frjálsi
heimur“ hefur kropið undir yfirdrottnun bandaríska auðvaldsins, feng-
ið því í hendur herstöðvar í löndum sínum og gengizt undir stóraukin
útgjöld til hervæðingar á kostnað hins auðtrúa, sljóva og þolinmóða
þegns.
En hvar eru rökin? spyr sá, sem eitthvað hugsar. Hafa postular kalda
stríðsins nokkurntíma hreyft einhverjum rökum fyrir því, að Ráðstjórn-
arríkin hyggi á árásarstyrjöld?
Þeir hafa aldrei yppt neinum minnstu rökum fyrir því, aldrei getað
teflt fram nokkurum snefil af líkum. Haldið þið, að postular kalda
stríðsins séu þeir skussar í áróðri, að þeir þegðu yfir rökunum, ef þau
væru til? Aldrei er fólkið of hrætt við Rússa. Aldrei er auðmýkt þess
undir hervæðingarbyrðunum of mikil. Rökin eru engin til. Líkurnar
hafa hvergi fundizt. Þess vegna er áróðurinn jafn rakalaus og blöð og
útvarp bera vitni um. Eru rökin fyrir því, að Bandaríkin séu að búa sig
í árásarstyrjöld jafn vandfundin?
En það er farin að renna upp svolítil skíma fyrir ýmsum, sem blind-
uðust í gerningaveðri hins kalda stríðs auðvaldslandanna. Þeir eru
byrjaðir að bila í trúnni á árásarhættu af hálfu Ráðstjórnarríkjanna.
Þeir hafa komizt upp á að spyrja sjálfa sig: Hvers vegna gripu Rússar
ekki tækifærið og gerðu þessa árás, á meðan löndin í Vestur-Evrópu
stóðu uppi svo að segja berskjölduð, og þannig var ástatt um varnir
þeirra allt fram til 1951. Hernaðarsérfræðingar á Vesturlöndum lýstu
margsinnis yfir því, að Rússum væri það leikur einn að komast vestur
að Atlantshafi á skömmum tíma. Hvers vegna fóru þeir það ekki, ef