Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 34
144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lag, sem heitir Germanía, þrátt fyrir það, að það var vitað mál, að
Þjóðverjar hefðu lagt undir sig ísland í byrjun síðustu styrjaldar, ef
þeir hefðu treyst sér til að halda því, og þeir hefðu gert það að vesælli
nýlendu, ef þeir hefðu unnið styrjöldina. Og við höfum hér Anglíu,
þrátt fyrir það, að Englendingar hafa beitt okkur ýmiss konar yfirgangi
og nú síðast í landhelgismálinu.
Samt sem áður hef ég aldrei heyrt, að þeim mönnum, sem fyrir þess-
um menningartengslum standa, væri virt það til vondra verka.
Hvers vegna þá að vera með þessar lágkúruaðdróttanir til okkar fyr-
ir að halda uppi menningartengslum við Ráðstjórnarríkin? Þau eru þó>
einu ríkin af þeim, sem ég nefndi, er aldrei hafa unnið okkur tjón i
einu eða neinu. Og það geta allir vitað, sem vilja vita sannleikann um
þessi menningartengsl, að þau eru af Rússa hálfu einvörðungu til þess-
að kynna okkur sannleikann um Ráðstjórnarríkin í formi lista, vísinda
og verklegra framkvæmda, og ég held ég taki ekki munninn of fullan,
þó að ég segi, að fáar þjóðir hafi sent okkur viðkunnanlegri og virðu-
legri menningarfulltrúa. Ráðstjórnarríkin hafa aldrei hagnýtt sér þessi
menningarviðskipti til þess að seilast hér eftir ítökum eða yfirráðum,.
og það er með öllu efunarlaust, að þau munu aldrei gera það. En er
hægt að segja hið sama um menningartengsl okkar við Bandaríkin?
Er það sálarlíf við góða heilsu, sem telur þetta tvennt tvær greinar á
einum stofni?
Hins vegar gætu listamenn okkar, vísindamenn, verkfræðingar, jarð-
yrkjumenn og heilbrigðisfulltrúar lært ýmislegt af Rússum, ef þeim
væri gefin sú andlega reisn að þora að notfæra sér vináttu þeirra.
Þar að auki stöndum við í pínulítilli þakkarskuld við Rússa. Það var
þeirra hetjudáðum og hernaðarsnilld að þakka, að helveldi Hitlers var
brotið niður. Hvernig væri nú um að litast í lýðræðinu og andlega frels-
inu á íslandi, ef sá þjónn myrkranna hefði orðið hinn sigurstranglegi
í lok síðustu styrjaldar?
Við skulum vona að Ráðstjórnarríkjunum takist nú með tilstyrk ann-
arra friðarafla að afstýra þeim atburðinum, sem mundi tortíma okkur,
— þriðju heimsstyrjöldinni. Það yrði sú fegursta hjálp, sem íslandi
hefur nokkurntíma verið veitt, eins og við höfum nú búið í haginn fyrir
okkur.