Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 37
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS
147
Áður en sagan lendir í prentsmiðjunni, má þá tala um fimm sérstaka
áfanga, fimm sérstakar myndir hennar: a) „grindina“; b—c) tvö eig-
inhandrit að allri sögunni; d—e) tvö vélrituð handrit. Rithönd Hall-
dórs er víða illlæsileg, og stundum hefði sennilega verið næstum því
ógerningur að komast fram úr henni, hefði manni ekki verið kunnugt
um efni sögunnar áður. Til hægðarauka nota ég þessar styttingar fyrir
eiginhandrit skáldsins: G er „grindin“, A fyrsta, og B annað heildar-
handritið.
Auðvitað eru engin tiltök að gera hér alhliða rannsókn á þróunarferli
verksins, eins og hann birtist í þessum gögnum. Ég verð að láta mér
nægja að benda á nokkur atriði, sem mér virðast mikilvæg eða fróðleg
til skýringar á sögunni og vinnubrögðum skáldsins.
3. Af G er auðséð, að höf. hefur frá upphafi gert sér fulla grein fyrir
því, hvernig sagan ætti að vera. Atburðarás hennar og persónur eru í
öllum aðalatriðum, stundum jafnvel í smáatriðum, eins og í bókinni.
„Sagan byrjar haustið 1945“, er tekið fram sérstaklega bls. 14.
Það er ekki sízt einkennilegt við AtómstöSina, að sagan skuli vera öll
sögð af sveitastúlkunni Uglu sjálfri. En strax á fyrstu bls. G er bent á
þetta sérkenni frásagnarinnar:
Sagan er í fyrstu persónu. Segir frá áhrifum hennar [Uglu] af borginni. Hún skrif-
ar létt eðlilega, áreynslulaust, klaufalega, samheingislaust á yfirborðinu, með mikl-
um appósisjónum; notar oft sveitaorð. Vitnar til föður síns sem kann fomsögur og
skáldskap. Hún er næm og full af eftirtekt, en of greind og sjálfstæð til þess að hríf-
ast með í blindni. 1
Einstöku sinni í handritunum er lesandinn beinlínis minntur á, að það
er Ugla, sem segir frá. Hún man t. d. eftir samtali milli organistans og
guðanna tveggja, „sem ég á jafnerfitt með að skrifa hér niður hjá mér
eins og ég átti erfitt með að skilja hvað þeir voru að fara, svo lángt
fyrir ofan mig var samtal þeirra“ (A 50). Þesskonar bendingar um að
Ugla situr með penna í hönd til þess að semja endurminningar sínar úr
höfuðstaðnum vantar alveg í bókinni. Þær eru líka frekar truflandi.
Það nægir alveg, ef sagan er látin endurspeglast í meðvitund stúlkunn-
ar; þá er minni hætta á, að lesandanum finnist þetta sérkennilega frá-
sagnarform óeðlilegt. En þó að höf. hafi frá upphafi hugsað sér rithátt
norðanstúlkunnar með persónulegum blæ hennar, þá er naumast orðið