Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 43
ÚR VINNUSTOFÚ SAGNASKÁLDS
153
sem hjá kaþólskum mundi vera nefnt heilagur maður, hann er dýrleg-
asta fyrirhrigði manns sem ég yfirleitt get hugsað mér.“ Um „þennan
þögla nafnlausa mann, sem aldrei réttir litla fingurinn upp á yfirborðið,
hvað þá meir, mætti rita heilar bækur.“
Með nokkrum rétti má halda því fram, að Atómstöðin sé bók um Er-
lend í Unuhúsi. Við hlið Uglu er organistinn aðalpersóna sögunnar. í
samtali þeirra beggja í næstsíðasta kafla bókarinnar rís sagan hæst. Og
seinast flýtir Ugla sér burt frá torginu með blómvönd organistans á
handleggnum: „Hvers virði hefði mér þótt að lifa ef ekki hefðu verið
þessi blóm?“ Eins og áður hefur verið bent á, var fyrirsögnin í B-hand-
ritinu Odauðlegu blómin eða Ofeigu blómin. Það bendir til þess, að
höf. hafi þá litið á blóm organistans sem táknræn fyrir þann boðskap,
er bókin flytur. En í dönsku þýðingimni heitir sagan Organistens hus
— samkvæmt uppástungu frá höf. sjálfum, eftir að Atomstationen var
hafnað; það lítur út fyrir, að hann hafi talið organistann miðdepil
verksins. Um hitt skal ekkert fullyrða, hversvegna Odauðlegu blómin
(Ófeigu blóm.in) hafa orðið að víkja fyrir heitinu Atómstöðin. E. t. v.
hafa höf. þótt blómin of Ijóðræn til að lýsa sögunni í heild; hinn endan-
legi titill gefur óneitanlega betri hugmynd um það tímabil, þegar hún
gerist.
5. Ein aðalpersóna bókarinnar, þó að hún birtist ekki sjálf á sviðinu,
er „Astmögur þjóðarinnar“. Öllum er kunnugt um fyrirmyndir höf. að
hinum ótrúlegu atburðum kringum skáld þetta, og óþarfi að rekja þær
hér. En eins og G sýnir, hefur Halldór frá upphafi hugsað sér að setja
annan mann í stað Jónasar Hallgrímssonar. Þannig segir á bls. 21:
„Tvöhundruðþúsund Naglbítar lætur grafa upp lík Ögmundar biskups
og jarðsyngja sbr. jarðarför J. Hallgrímssonar.“ Ennfremur bls. 27:
„Glæpamennirnir halda líkræðu og fara með drápur yfir bein Ögmund-
ar biskups, ásamt með nokkrum fátækum bændum, sem þeir láta sverja.
Stjórnmálamennirnir grafa aftur upp beinin daginn eftir og jarða þau
í Skálholti.“ Hversvegna hefur þá verið horfið aftur til Jónasar Hall-
grímssonar? Það er áreiðanlega ekki í því skyni að vera sem mest í
hælunum á „veruleikanum“, heldur af listrænum ástæðum. Halldór hef-
ur áður ritað um Jónas Hallgrímsson; ég á við grein hans í Alþýðu-
bóhinni, dagsetta Los Angeles, Calif. 30. nóvember 1928. En þar hljóða