Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 49
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS 159 ritinu á undan 17. kaflanum, er fjallar um nótt Uglu hjá „feimnu lög- reglunni“ og hugleiðingar hennar um kynferðislíf sitt. Höf. hefur strik- að yfir næstum því alla bls. 372, sem lýsir heimsókn lögreglumannsins hjá Uglu á bæ föður hennar, og skrifað efst: „of mikið kjaftæði, stytta, breyta“. Við 29. kaflann í A, bls. 380—94, stendur á bls. 380: „Sleppa öllum þessum kapítula.“ Kafli sá segir frá hugsunum Uglu heima á bænum. Þær koma aftur í bókinni í ýmsum samböndum, en saman- þjappaðri, öflugri. Styttingar þessar hafa aðallega átt sér stað frá A til B, eins og lengd- armunur þessara handrita vitnar um: A 455 bls., en B aðeins 328. En viðleitni skáldsins í þessa átt hefur verið vakandi allt fram að prent- uninni. Tilgangur styttinganna liggur jafnan í augum uppi; allstaðar hafa þær orðið til þess að draga línurnar skýrara og sterkara, að gera frásögnina áhrifameiri. í B endar 1. kaflinn, um samtal húsfreyjunnar og Uglu, þannig: Nei ég er ekki vitund hrædd við hana þó hún sé náskyld ríkisstjórninni og ég dótt- ir hans Fals gamla fyrir norðan; þó hún eigi hundrað kjóla og ég þennan eina; og þó hún eigi gull, gimsteina, silki og fjöður; og silfurskó; og ég ekki nema þetta saur- gula hár sem hún heldur sé þvegið úr kúahlandi; og hún úr postulíni, ég úr leir. 10 En í bókinni er þessi málsgrein stytt úr 62 orðum niður i 41: Nei ég var ekki vitund hrædd við hana þó að hún væri náskyld ríkisstjórninni og ég dóttir hans Fals gamla fyrir norðan sem þykist ætla að byggja yfir guð, en lætur hrossin gánga úti; og hún úr postulíni, ég úr leir. 14 Orðin eru færri, en andstæðan milli þessara kvenna hefur fengið skarp- ari drætti. Með því að bæta nokkrum orðum við um Fal, hefur skáldið gert fjarlægðina milli hans og ríkisstjórnarinnar enn meiri. En með því að sleppa öllu úr hinum beina samanburði á húsfreyjunni og Uglu nema andstæðunni postulín—leir lætur liann þessa frumlegu samlíkingu njóta sín til fulls. Jafnvel í hinu vélritaða prenthandriti er haldið áfram að stytta. Þar hljóðar athugasemd Búa Árlands um Tvö Hundruð Þúsund Naglbíta þannig: Hlutafélagið Snorredda bjargaði honum [í senn frá tukthúsi og vitlausraspítala í New York. I fiestum löndum eru slíkir m'enn að vísu hafðir á hæli, en hjá okkur er hlutfallslega meira verslað en í nokkru öðru landi, og í löndum þar sem mikið er verslað, þar komast fábjánar hátt. Prósentur hafa gífurleg áhrif á hálfvita.] 56 Allt innan sviga hefur verið fellt niður, og í staðinn sett þessi þrjú orð:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.