Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 49
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS
159
ritinu á undan 17. kaflanum, er fjallar um nótt Uglu hjá „feimnu lög-
reglunni“ og hugleiðingar hennar um kynferðislíf sitt. Höf. hefur strik-
að yfir næstum því alla bls. 372, sem lýsir heimsókn lögreglumannsins
hjá Uglu á bæ föður hennar, og skrifað efst: „of mikið kjaftæði, stytta,
breyta“. Við 29. kaflann í A, bls. 380—94, stendur á bls. 380: „Sleppa
öllum þessum kapítula.“ Kafli sá segir frá hugsunum Uglu heima á
bænum. Þær koma aftur í bókinni í ýmsum samböndum, en saman-
þjappaðri, öflugri.
Styttingar þessar hafa aðallega átt sér stað frá A til B, eins og lengd-
armunur þessara handrita vitnar um: A 455 bls., en B aðeins 328. En
viðleitni skáldsins í þessa átt hefur verið vakandi allt fram að prent-
uninni. Tilgangur styttinganna liggur jafnan í augum uppi; allstaðar
hafa þær orðið til þess að draga línurnar skýrara og sterkara, að gera
frásögnina áhrifameiri. í B endar 1. kaflinn, um samtal húsfreyjunnar
og Uglu, þannig:
Nei ég er ekki vitund hrædd við hana þó hún sé náskyld ríkisstjórninni og ég dótt-
ir hans Fals gamla fyrir norðan; þó hún eigi hundrað kjóla og ég þennan eina; og
þó hún eigi gull, gimsteina, silki og fjöður; og silfurskó; og ég ekki nema þetta saur-
gula hár sem hún heldur sé þvegið úr kúahlandi; og hún úr postulíni, ég úr leir. 10
En í bókinni er þessi málsgrein stytt úr 62 orðum niður i 41:
Nei ég var ekki vitund hrædd við hana þó að hún væri náskyld ríkisstjórninni og
ég dóttir hans Fals gamla fyrir norðan sem þykist ætla að byggja yfir guð, en lætur
hrossin gánga úti; og hún úr postulíni, ég úr leir. 14
Orðin eru færri, en andstæðan milli þessara kvenna hefur fengið skarp-
ari drætti. Með því að bæta nokkrum orðum við um Fal, hefur skáldið
gert fjarlægðina milli hans og ríkisstjórnarinnar enn meiri. En með því
að sleppa öllu úr hinum beina samanburði á húsfreyjunni og Uglu
nema andstæðunni postulín—leir lætur liann þessa frumlegu samlíkingu
njóta sín til fulls.
Jafnvel í hinu vélritaða prenthandriti er haldið áfram að stytta. Þar
hljóðar athugasemd Búa Árlands um Tvö Hundruð Þúsund Naglbíta
þannig:
Hlutafélagið Snorredda bjargaði honum [í senn frá tukthúsi og vitlausraspítala í
New York. I fiestum löndum eru slíkir m'enn að vísu hafðir á hæli, en hjá okkur er
hlutfallslega meira verslað en í nokkru öðru landi, og í löndum þar sem mikið er
verslað, þar komast fábjánar hátt. Prósentur hafa gífurleg áhrif á hálfvita.] 56
Allt innan sviga hefur verið fellt niður, og í staðinn sett þessi þrjú orð: