Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 50
160
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Við elskum fábjána,“ eins og í bókinni (85). E. t. v. má einnig líta á
þessa styttingu sem enn eitt dæmi þess, að höf. hafi mildað þjóðfélags-
ádeilu sína. En aðaltilgangur skáldsins hefur sennilega verið að hraða
frásögninni með því að sleppa útskýringum. Stundum getur breytingin
virzt lítilfjörleg á yfirborðinu. Flestum mun vera minnisstæð lýsing
bókarinnar á hrossum, sem fælast og taka á rás (234). I prenthandrit-
inu byrjar sú lýsing þannig: „Það hefst með því að götutitlingur flýgur
hjá.“ (158). En þessu hefur verið breytt í: „Götutitlingur hefur flogið
hjá.“ Það er ekki aðeins, að styttri setning er betri í sjálfri sér. I þessu
tilfelli gefur hún fyrst og fremst langtum betri hugmynd um þá spenn-
ingu, þann óróleika og hraða, er einkenna þennan viðburð í heild sinni.
Það er ekki livað sízt þessi markvissa vandvirkni í smáatriðum, er ber
vott um listræn vinnubrögð.
10. Auðvitað eru margar breytingar, sem má ekki beinlínis telja með
styttingum, en eiga mikinn þátt í að bregða bjartara ljósi yfir persónur
og atburði sögunnar. Um þetta eru ótal dæmi, en hér verð ég að láta
lítið úrval nægja. Ég reyni þó að velja dæmin þannig, að þau gefi
nokkurnveginn alhliða mynd af þeim tegundum breytinga, er koma til
mála.
I fyrsta skiptið, sem Ugla heimsækir organistann, kemur gömul kona
inn til þeirra úr öðru herbergi. Hún er bersýnilega elliær og hagar sér
og talar einkennilega; lýsingin á þessum atburði endar þannig í bók-
inni:
Organistinn gekk til hennar, kysti hana og leiddi hana með innilegri blíðu inntil'
hennar aftur, losaði mig síðan við kökudiskinn ásamt ostskorpu og teskeið og sagði:
Eg er barnið hennar. 25
Margur lesandinn hefur líklega tekið eftir þessari setningu organistans,
af því að sjaldgæft er að orða á þennan hátt þá staðreynd, að viss kona
sé móðir manns. En ef þetta tilsvar er athugað í sambandi sínu við
söguna í heild, verður manni ljóst, að hér er ekki um neina tilviljun að
ræða. Hugsun sú og tilfinning, er felast í orðum organistans, skýrast í
13. kaflanum, þar sem hann segir Uglu nánara frá móður sinni og
sjálfum sér (150—51). Með tilsvari sínu vill hann taka fram, í hve rík-
um mæli hann sé sonur móður sinnar, í hve ríkum mæli eðli hennar og
örlög hafi markað persónu sína og lífssýn. Stílun þessarar stuttu setn-