Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 54
164
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lenzkan blæ. Á þessari stundu, þegar öll tilgerð er horfin úr fasi Aldin-
blóðs, og þær Ugla koma hvor annarri nær en nokkurntíma annars, þá
mætast þær í tákni íslenzkrar þjóðsagnar og íslenzkrar sveitar. Blóðug-
ar tœtlur í skál — það er ískalt raunsæi, nútíminn; Móðir mín í kvíkví
— það er ljóðrænn draumur, fortíðin. En yfirleitt er sérkennileiki
Atómstöðvarinnar ekki hvað sízt falinn í andstæðunni milli hinnar
eirðarlausu heimsmenningar og hins kyrra íslenzka afdals. Þessir kraft-
ar togast á í brjósti Uglu sjálfrar, sveitastúlkunnar „í snertíngu við
borgarmennínguna“.
Einn liður í viðleitni höf. að setja íslenzkari svip á mál sögunnar er
stafsetning hans á útlendum nöfnum. í prenthandritinu hefur fyrst ver-
ið skrifað: Beelhoven, Esterhazy, Haydn, Mozart, Schubert; Tristan og
Isolde; Cambridge, Hollywood. En þessum nöfnum hefur verið breytt
í: Bíthóven, Esterhasí, Hœdn, Mósart, Sjúbert; Tristram og ísodd;
Kembridds, Hollívúdd. í sömu áttina gengur breytingin úr please í
plís, í sama handriti bls. 29. Á svipaðan hátt er ein fröken orðin jrauka
(94). — Mörgum mun fyrirsögnin Að kaupa symru koma ókunnuglega
fyrir sjónir. En symra er norskt mállýzkuorð og merkir ,animóna‘; í
prenthandritinu hefur þá líka fyrst verið skrifað Að kaupa animónu
(97). Þó orðið hljóti að vera mörgum lesendum illskilj anlegt, hefur
skáldið þá heldur kosið symra, líklega ekki sízt af því það hefur þjóð-
legri hreim.
11. í handritunum má loks finna vitneskju um heimildir skáldsins fyrir
vissum skoðunum og atriðum. Þegar organistinn er að sýna Uglu fram á,
hvað siðferðisreglur geta verið mismunandi hjá ýmsum þjóðum, bend-
ir hann m. a. á dobúa á Dobúey (147). Sú vitneskja hans er sótt til
kaflans um þjóðflokk þennan í hinni frægu bók Patterns of Cullure
eftir Ruth Benedict; í G er beinlínis vitnað í þá bók í sambandi við at-
hugasemd um siðbótina (49). — Anatole France er nefndur oftar en
einu sinni í G sem heimildarmaður fyrir vissum skoðunum á hjóna-
handi og afbrýðissemi (42). í 26. kafla sögunnar talar organistinn um
meyna frá Orléans og segir, að dýrlingar þeir, er hafi sagt henni fyrir
verkum, hafi samkvæmt rannsóknum sagnfræðinga verið „persónur úr
uppdiktuðum kynjasögum frá Miklagarði“ (267). En í B segist organ-
istinn hafa þennan fróðleik frá Anatole France (316). — Eins og menn