Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 57
HEYRÐI ÉG í HAMRINUM 167 ræðuefni. Hitt er mér efst í liuga, er tjáð var um persónulega reynslu dagsins í dag og í gær í sambandi við verkefni líðandi stundar, harm- leika hennar og sigra og draumana, sem eiga að rætast á morgun eða að ári. Eg hlýddi kvöldi Austurríkismanna. Þeir sýndu fagra dansa, vold- ugur kór og glæsilegur tenórsöngvari fluttu listþrungin verk. En aðeins eitt er mér verulega minnisstætt frá því kvöldi. Hópur æskumanna leitaði frá Vestur-Evrópu til æskulýðshátíðarinnar í Berlín hérna um árið. Hann var stöðvaður af hernámsvöldum Vesturveldanna, og það átti ekki að hleypa honum austur yfir járntjaldið. Þá er það, að byltingasinnuð alþýða í Austurríki grípur í taumana, og fyrir drengilega og einarða baráttu hennar tókst að koma æskulýðsgestunum þar í gegn. Um þetta afrek hafði verið orlur kvæðabálkur, og þeim kvæðabálki höfðu verið gerðar viðeigandi tónsmíðar, sem gestirnir frá Austurríki flytja svo þessari nýju æskulýðshátíð í Búkarest. Þá varð fögnuðurinn mestur meðal gestanna. Og það var ekki vegna efnisins eins saman, heldur fyrst og fremst vegna þess, að nú varð tjáningin persónulegust, það varð stolt í hreimi og hreyfingum, þess var notið, að sungið var um eigin afrek, sem jafnframt voru í órofatengslum við drauma og heitstrenging- ar um ný afrek og enn áhrifameiri fyrir líf þeirra sjálfra og þeirra þjóðar. — Það voru meiri galdrarnir, sem þeir voru með Indverjarnir. Þar kom fram svo sterkur maður og sterkbyggður, að mér þótti hann hreint og beint ógeðfeldur. Vald hans á hverri vöðvatætlu líkamans var með ódæmum. Þar kom annar, sem klessti kökudeigi yfir augun, batt þar yfir tveim klútum, hvolfdi skjóðu yfir allt saman og las svo allar tungur veraldar og öll letur og skrifaði eftir hvert orð, sem áhorfend- um þóknaðist að skrifa með krít á svarta skólatöflu. Auðvitað vekja slík afrek miklar umræður, ekki sízt þar sem tveir svo andlegir menn sitja saman og við Þorsteinn Valdimarsson. Hreyft var ýmsum tilgátum til skýringa, hvort einhvers konar geislaverkun væri í þessu deigi, sem leit þó út eins og venjulegt heilhveitideig, eða hvort mannskrattinn væri farinn að sjá með einhverju öðru líffæri líkamans en augunum, en ekki kom þar fram sú tilgáta, að framliðnir menn drægju hið letraða fram fyrir augu sálarinnar og stjórnuðu síðan hönd blindingjans til letur- gerðar. Hjá Indverjum sá ég líka einn fegursta dans, sem ég hef séð, og sá dans var stiginn af einni fegurstu konu, sem ég hef augum litið. Sá einn ljóður þótti mér á ráði hennar, að það var fullgreinilegt, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.