Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 71
JÓNAS ÁRNASON:
Sögur úr síldinni
Skipið heitir Straumey. Það er rúmar 300 smálestir að stærð og getur
borið hátt á þriðja þúsund mál síldar. Það er tréskip, og þegar það velt-
ur mikið, þá brakar svo hátt um miðju þess, til dæmis í borðsalnum, að
hjálparkokkurinn á bágt með að heyra hvort maður biður um te eða
kaffi eftir matinn, og kemur þessvegna með te þegar maður biður um
kaffi. Oðrum óþægindum veldur brakið eiginlega ekki, og er frá líður
fér maður að kunna því vel; enda veit maður, að þetta er traustabrak,
því að skrokkur skipsins er vel byggður og traustur.
Bretar byggðu skipið í stríðinu, en nokkru eftir stríðslok komst það
í eigu íslendinga. í borðsalnum er áletrun sem Bretarnir settu á einn
bitann, svohljóðandi: „Certified for use of officers,“ en það þýðir að
þarna hafi ekki öðrum en yfirmönnum verið ætlað að taka mat sinn.
Áletrun þessi er ennþá mjög áberandi, enda þótt oft sé búið að mála
yfir hana, síðan skipið var tekið í þjónustu þjóðar sem er óvön öðru
en að undirmenn og yfirmenn sitji við sama borð.
Bretar byggðu skipið til að slæða tundurdufl, sem Þjóðverjar höfðu
sett í sjóinn, og flytja hermenn. Ber það glögg merki þessa í byggingar-
lagi, því að það er hið rennilegasta ásýndum, og skapfestulegt, einsog
herskipa er vani, enda brá svo við, einu sinni í þokusúld er við komum
stímandi rétt hjá útlendri skútu sem var á skaki eitthvað lítilsháttar
fyrir innan landhelgislínuna hjá Langanesi, að mannskapurinn dró upp
færin í dauðans ofboði, og setti vélina á fulla ferð áfram, með seglin
í bak.
í stríðinu hefur skipið eflaust einhverntíma komizt í hann krappan,
og mundu sjálfsagt sumir telja ekki ósennilegt að síðan væri heldurbet-
ur reimt í því. Þetta datt mér líka í hug, og hafði orð á því við strák-