Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 75
SÖGUR ÚR SÍLDINNI
185
■einni sönnun þess, að máttarstoðir íslenzkrar menningar eru ekki allar
jafn feysknar, að andlegur arfur þessarar þjóðar er ennþá varðveittur
lieill og óskemmdur víðsvegar um land hennar og sjó, að það er á fleiri
stöðum norrænudeild en við Háskólann.
Óli stýrði semsagt bakborðsbátnum, Við vorum sjö í hvorum bát, og
ríkti ávallt nokkur metingur milli bátshafnanna um það, hvorir væru
fljótari að draga nótina. Þegar
við í stjórnborðsbátnum vorum
•á undan, þá sögðum við hver
við annan svo hátt að hinir
heyrðu: „Voðalegt er nú að sjá
þessi vinnubrögð. Skyldi annars
vera nokkur leið að taka af
þeim kvikmynd?“ En þegar
þeir í bakborðsbátnum voru á
undan, þá sögðu þeir hver við
annan svo hátt að við hinir
heyrðum: „Hvað vilja nú svona
menn vera að ráða sig á síld?
Væri ekki annars gustuk, strák-
ar, að fara yfrum og draga það
sem eftir er fyrir þá? Og lofa þreyttum að sofa.“ Siðan upphófu þeir
kannski angurværan vöggusöng, til að leggja enn frekari áherzlu á hvað
þeim fyndist mikið til um dugnað okkar og karlmennsku.
Þegar búið var að snurpa, skyggndust allir fullir eftirvæntingar yfir
nótina, í von um að sjá einhver merki þess að mikið væri í. Og ef sild-
in lagðist í hana svo að flotholtin fóru í kaf á kafla, þá sögðum við:
„Jú, sjáuni til, hún kitlar þarna vænginn svolítið.“
„Já, hún vætir þarna fáein kork.“
„Ojá, nokkrar pöddur ættu að vera í dræsunni.“
Og þegar sjá mátti merki þess að sérstaklega mikið væri í, þá sögð-
um við:
„Svona strákar, sýnum nú einu sinni að einhver kraftur sé í krækl-
unum á okkur, og verum ekki í alla nótt að koma þessum fáu kvikind-
um upp í skipið.“
Og þegar nær dró pokanum og nótin tók að þyngjast, þá fórum við