Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 82
192
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
úrskurð sem síðar var staðfestur með því að fletta uppí Sjómanna-
almanakinu. Og ef hann rakst á eitthvað óvenjulegt í þessum efnumr
þá var hann ekki í rónni fyrren hann hafði fengið viðunandi skýringir
á því.
Við Ævar vorum nábýlismenn í lúkarnum; sváfum í efri kojunum
við bakborðssíðuna, og hann hafði höfðalagið aftur en ekki fram eins-
og aðrir menn, svo það var ekki
nema þunnt skilrúmið milli
koddanna okkar, og áttum því
gott með að rabba saman undir
svefninn. Og eitt kvöldið sagði
Ævar:
„Jónas, hvernig getur sama
vélin verið bæði Bolinder og
June-Munktell?“ Hann hafði
séð í Sjómannaalmanakinu að
vél með þessu samsetta nafni
væri í bát, sem mig minnir að
héti Brandur. „Ætli annar glóð-
arhausinn sé þá Bolinder, en
hinn June-Munktell?“
Eg var því miður ekki nógu
vel að mér í glóðarhausum til að leysa gátuna. Hinsvegar sýndist mér,
einsog Ævari, að málið væri merkilegt rannsóknarefni, og héldum við
áfram að velta því fyrir okkur langa stund, eða þangaðtil félögum okkar
í kojunum hinumegin var loks nóg boðið, og stungu uppá því að við
færum að halda okkur saman, enda mætti æra óstöðugan að heyra okk-
ur mala svona endalaust einsog vélar, og líklega væri glóðarhaus á okk-
ur báðum, Bolinder á öðrum, en June-Munktell á hinum.
Og með það sofnuðum við.
#
Sumir kvörtuðu undan því að Ævar hefði ekki nógu mikinn áhuga
fyrir því hlutverki sínu að ganga um beina á máltíðum, og víst skal
það viðurkennt, að stundum virtist hann hugsa meira um einhver vél-
fræðileg vandamál helduren að sjá okkur fyrir meiri kartöflum þegar
Messadrengurinn kryddar síld í kút handa
mömmu sinni.