Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 84
194
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þar fram ýmsar fuglafræðilegar kenningar, og sumar næsta nýstárlegar.
En loks rann það upp fyrir einum okkar að hann hafði einhverntíma séð
uppstoppaðan fugl sem hét vepja. „Þetta er vepja,“ sagði hann. Og
þar með var málið útrætt. Enda sáu nú allir, að auðvitað var þetta
vepja, og ekkert annað en vepja. (Og sem betur fór var enginn okkar
svo ónærgætinn að spyrja hina, hverskonar eiginlega fugl vepjan væri).
En síðan hef ég borið málið undir dr. Finn Guðmundsson, og sam-
kvæmt lýsingu minni — að vísu ófullkominni — telur hann alls ekki
óhugsandi að þetta hafi einmitt verið vepja. Og vepjan er vaðfugl, sem
verpir í Skandinavíu, en fer á haustin yfir til Englands og suður um
Vesturevrópu, og hrekst þá stundum ein og ein fyrir stormum hingað
norður.
Við fórum þrisvar í bátana þennan morgun sem litli fuglinn heim-
sótti okkur, og urðum ósköp fegnir að sjá hann enn á sama stað í hvert
sinn er við komum aftur um borð. Svo fórum við í bátana í fjórða sinn,
og þegar við komum aftur um borð var fuglinn floginn.
*
Það er siður á síldveiðum að hafa talstöðina jafnan opna, ef ske
kynni einhver hefði þar einhverjar fréttir að segja. Og með því að
hlusta á talstöðina getur maður einnig fengið nokkur kynni af skoðun-
um sjómanna varðandi þessar veiðar.
Hinn 2. ágúst að kvöldi heyrði ég á samtal milli skipstjóranna Guð-
mundar Jörundssonar á honum Jörundi og Tryggva Gunnarssonar á
Akraborginni, en þessir menn báðir hafa getið sér gott orð fyrir dugn-
að og aflasæld á síldveiðum. Skipin voru eitthvað á 2. hundrað mílur
úti í hafinu, og hafði verið reytingsafli um morguninn, en nú sá enginn
neina síld. Guðmundur kvaðst hafa mælt hitann í sjónum, og væri
hann hér einsog annarsstaðar að sínum dómi of hár, eða 10 stig, einn-
ig hefði hann orðið var við mikla átu, en hún færi yfirleitt mjög djúpt,
og áleit hann þetta vera höfuðástæðuna fyrir því að síldin, sem lóðn-
ingar sýndu annars að væri í miklu magni þarna niðri, kæmi ekki upp
til að vaða. Hefur Guðmundur allgóð tæki til slíkra athugana um borð
í skipi sínu, og kalla menn óspart á hann í leit að upplýsingum, enda
virðist aldrei standa á honum að veita þær.
Síðan sagði Guðmundur það eftir Norðmönnum, sem undanfarið