Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 85
SÖGUR ÚR SÍLDINNI 195 höíðu verið á þessum slóðum, að síld hefði vaðið þarna meira og minna seinasta hálfan mánuðinn; — og leiddi þetta tal manna að flug- vélinni; með því að vaka betur yfir austursvæðinu hefði hún getað bent íslenzka flotanum á þessa veiðimöguleika í tæka tíð, í stað þess að vera mest á sveimi fyrir norðan, þar sem nú væri sízt síldar von, á með- an flotinn hefði keyrt langar leiðir fram og aftur um dauðan sjó, og svo ekki hitt á þennan stað fyrren tækifærið var að líða hjá. En þetta er því miður sú reynsla sem sjómenn telja sig æði oft hafa af síldar- leitinni, hún láti ekki nóg að sér kveða, hvort sem það kann að stafa af áhugaleysi þeirra sem ráða ferðum flugvélarinnar, eða hinu, að hana skorti stærð og útbúnað til að sækja nógu fast á þau miðin þarna langt úti í hafinu sem síldin er nú helzt farin að venja göngur sínar á. En hvað viðvíkur norsku skipunum, þá var þetta ekki í eina skiptið sem Guðmundur Jörundsson eða aðrir fengu athyglisverðar upplýsing- ar hjá þeim. Og sýnist mér að hér sé enn ein vísbending um þann hag sem við gætum haft af að koma á nánara samstarfi við Norðmenn um síldarrannsóknir og síldveiðar jafnvel. Er ótrúlegt að slíkt megi ekki takast, þar sem um er að ræða svo gamla vini og góða frændur, auk þess sem manni skilst að gagnkvæm hjálp, óeigingirni og trúnaðartraust milli þjóða skuli vera kjörorð dagsins. * Og svo er að segja frá hinum löngu dögum þegar legið er í vari við einhvern útkjálkann og tilveran leysist upp í gráa þoku og súld og brælu og þoku og gráa súld. Það eru miklir leiðindadagar. Sumir leitast við að drepa tímann með því að spila á spil. Fyrst framan af er það bridge og önnur slík spil sem reyna á andann, því að andinn hefur þá enn ekki sagt skilið við mennina. En smátt og smátt segir andinn skilið við mennina, og þar kemur að enginn nennir að spila annað en Olsen Olsen. Seinast er maður orðinn utanvið sig af Olsen Olsen. Eintómur Olsen Olsen. Menn heyrast jafnvel segja Olsen, þegar þeir leggjast útaf í kojuna, og Olsen Olsen, þegar þeir eru ræstir á vakt. Þegar frá líður taka menn einnig að gefast upp á Olsen Olsen, og þá er ekki lengur um annað að gera en liggja í kojunni lon og don. Að lokum situr sá þrautseigasti einn eftir og spilar Olsen Olsen við sjálfan sig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.