Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 95
PAUL ÉLUARD
205
höfðu varla komizt á prent nema í fáeinum tímaritum með lítilli út-
breiðslu: André Breton, Soupault, Aragon, Tristan Tzara. Þessir ungu
menn sköpuðu surrealismann. Dadaisminn, sem hinn síðastnefndi hafði
myndað, í Sviss árið 1916, féll á mótsögnum sínum og neikvæðri af-
stöðu („Hinir sönnu Dadaistar eru á móti Dada“), en surrealisminn kom
í staðinn með stefnuskrá, sem var að minnsta kosti að nokkru leyti já-
kvæð.
Ef Breton var fræðilegur foringi stefnunnar (Premier manifeste du,
Surréalisme, 1924), þá má hiklaust telja Éluard mesta skáld hennar,
og hann átti einnig mikinn þátt í að móta hana. Nokkur ár var eining
þessara höfunda fullkomin, þó að hver þeirra færi síðan sínar eigin leið-
ir. Á árunum 1925—26 eru þegar komnir brestir í máttarviðina og upp
úr 1930 er varla hægt að tala um surrealismann sem lifandi stefnu.
Nokkrir þeirra sem skrifuðu eftirmæli um Éluard minntust „fyrri
dauða“ hans. Það var í marz 1924 að hann hvarf án þess að vinir hans
vissu livað orðið hefði af honum. Minningargreinar birtust í blöðun-
um. En hann kom aftur að sjö mánuðum liðnum eftir að hafa ferðazt
kringum hnöttinn. Aragon einn mun hafa verið með í ráðum. Um or-
sakir þessarar ferðar eru margar getgátur, en Éluard var sjálfur alltaf
fámáll um hana. Ef til vill hefur hann viljað, eins og Rimbaud, segja
skilið við skáldskapinn og sitt fyrra líf, þó að það hafi heimt hann
aftur. Reyndar var surrealisminn ekki aðeins bókmenntastefna (og
surrealistar sögðu sjálfir að hann væri alls ekld bókmenntastefna),
heldur einnig lífsstefna. Ljóð Éluards bera að minnsta kosti ekki mikil
merki þessarar ferðar, manni getur dottið í hug annað skáld og ferða-
maður, Henri Michaux, sem yrkir að vísu ljóð um ferðir sínar, en Ijóð
sem eru í uppreisn gegn því sem hann sér, gegn öllum þessum fjöllum,
vötnum, borgum, sem venjulegar ferðabækur dásama. Hinn hversdags-
legi globe-trotter sér ekki aðra fegurð en þá sem fræg er í ferðabókum, en
þessi skáld neita að fallast á hinar fyrirfram gerðu hugmyndir um feg-
urð, annar rís gegn þeim, hinn kýs þögnina.
Árið 1926 kom úr Capitale de la Douleur (Höfuðborg þjáningarinnar
. . . ég bið afsökunar á að ég reyni að þýða þetta nafn). Sú bók kemur
öðrum fremur fram í hugann þegar minnzt er á surrealistiskan skáld-
skap. Það má þó ekki skilja það svo að önnur skáld hafi ekki verið
„surrealistiskari“ en Éluard. Oðru nær. Breton, Aragon, Tzara hafa án