Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 96
206
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
efa allir gengið lengra en Éluard. Jafnvel á þessum árum er einhver
óviðjafnanlegur tærleiki, einfaldleiki í ljóðum Éluards, sem vart finnst
í verkum hinna surrealistanna. Eins og alltaf notar hann ákaflega ein-
föld orð, orð hversdagsins, en hann notar þau á þann hátt að okkur
finnst við aldrei hafa séð þau áður, allt er nýtt, tært, óþekkt, og einnig
dularfullt.
Tout est transparent,
C’est la lune qui est au centre de la terre,
C’est la verdure qui couvre le ciel -
Et c’est dans les yeux de l’enfant,
Dans ses yeux sombres et profonds
Comme les nuits blanches
Que naít la lumiére.
(Allt er gagnsætt,
Tunglið er í miðju jarðarinnar,
Grænkan þekur himininn
Og í augum barnsins,
I dökkum og djúpum augum bamsins
Eins og vökunóttum
Fæðist ljósið.)
Á árunum fyrir og um 1930 helgaði Éluard starf sitt að miklu leyti
surrealismanum með skrifum í tímarit og ritstjórn. Samvinna surreal-
istanna var mjög náin. Þeir gengu meira að segja svo langt að yrkja
ljóð í sameiningu. Þeir höfðu gert þessi orð Lautréamonts að einu kjör-
orði sinna: „Skáldskapurinn á að vera skapaður af öllum, ekki af ein-
um.“ Éluard gaf út nokkrar ljóðabækur í samvinnu við aðra: Ralentir
Travaux með Breton og René Char, L’immaculée Conception með Bre-
ton einum. Báðar þessar bækur birtust árið 1930.
Surrealistiskur skáldskapur var mjög tengdur myndlistinni. Apolli-
naire hafði reyndar þegar tekið mikinn þátt í deilunum um kúbismann
og var með þeim fyrstu til að viðurkenna og útbreiða þá stefnu. Það
er engin furða þó að skáld þessara tíma veittu myndlistinni mikla at-
hygli, því að hún var miklu skáldlegri, svo að ekki sé sagt bókmennta-
legri, en hún varð síðar (Klee, Chagall, Miró), og að vísu er álitamál
hvort skáldin urðu fyrir meiri áhrifum af málurunum en málararnir af
skáldunum. I Capitale de la Douleur yrkir Éluard ljóð um ekki minna
en átta myndlistarmenn, þ. á m. Klee, Braque, Picasso og Miró. Mynd-