Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 99
PAUL ÉLUARD
209
kunnu utan að kvæði eins og Liberté í Poésie et Vérité eða La Halte des
Heures:
Le seul réve des innocents
Un seul murmure un seul matin
(Hinn eini draumur þeirra saklausu
Eitt hvísl einn morgunn).
Pólitísk sannfæring Éluards birtist æ betur með hverri bók hans
eftir stríðslok, og síðan 1945 komu að jafnaði nokkrar bækur og bækl-
ingar út eftir hann á ári hverju. Orvæntingin átti enn eftir að skekja líf
hans. 1946 dó kona hans, Nusch, sem hann hafði ort til öll sín óvið-
jafnanlegu ástarljóð í hálfan annan áratug. Dauði hennar fékk mjög á
Éluard svo að vinir hans óttuðust jafnvel um líf hans. Líf hans, hið
fyrra líf hans, var svo mjög horfið úr greipum hans, að hann breytti
um nafn og gaf út tvö kver undir dulnefnum, Le Temps déborde og
Corps mémorable (1947); þar er að finna nokkur fegurstu ástarkvæði
Éluards, þar sem myndir liðinnar hamingju blandast örvæntingunni.
En hann öðlaðist aftur trúna á lífið og frá þessari ferð „frá sjóndeild-
arhring eins manns til sjóndeildarhrings allra“ segir hann okkur í
Poémes politiques (1948), þar sem sársaukinn vegna „þess óréttar sem
honum fannst hann vera beittur“ breyttist í sársauka vegna hörmunga
annarra manna og þjóða og von með öllum mönnum. Þessi þróun verð-
ur æ ljósari í næstu bókum hans, Une Leqon de Morale (1949): and-
stæður svartsýni og bjartsýni, „hins góða og hins illa“, Pouvoir tout
dire (1951. Að geta sagt allt), titill sem felur í sér eitt af stefnuskrár-
atriðum skáldskapar Éluards.
Eluard fór víða á þessum árum, sem menningarfulltrúi þjóðar sinn-
ar og flokks síns, sendiherra skáldskaparins. Hann fór til Grikklands
1946 og 1949, þar sem hann heimsótti ásamt Yves Farge stöðvar lýð-
veldishersins. Hann heimsótti Ítalíu, alþýðulýðveldin í Austur-Evrópu,
Sovétríkin, Mexikó. Hann var fulltrúi fyrir Frakkland á friðarþinginu
í Wroclaw. Hann hafði tekið sér stöðu með þeim skáldum sem berjast
fyrir friði og nýjum heimi, nafn hans bar sama hljóm og nöfn Neruda
og Nazims Hikmets.
*
Frá fyrstu bókum Éluards til hinna síðustu liggur eining verks hans
Tímarit Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 14